Fundur á vegum Fókus,
félags um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu
Dagsetning: Fimmtudaginn 13. október 2011,kl 16:15 -17:30 Staður:Fundarsalur TM Software að Borgartúni 37, jarðhæð
Fundurinn er ókeypis og opinn öllum áhugasömum.
Sagt verður frá þróun og breytingum á sendingum rafrænna lækna- og hjúkrunarbréfa í gegnum Hekluna og hvað er framundan í þeim málum. Þá er það stórfréttin um að nú er SNOMED CT að koma til Íslands. Íslendingar hafa fengið landsleyfi fyrir kerfinu og það er, eins og önnur kóðunarkerfi í vörslu Embættis landlæknis. Rætt verður um þýðingu þess að fá SNOMED CT til Íslands og hvaða skref eru næst í því ferli.