Skip to main content

Spjaldtölvur og tölvuský á vinnustaðnum

Hádegisfundur á Grand hóteli 
miðvikudaginn 4. apríl kl. 12-14

Spjaldtölvur og tölvuský á vinnustaðnum
- öryggismál -

Twitter:  #oryggis

Mikil aukning í notkun snjallsíma og spjaldtölva veldur öryggisvandamálum í rekstri fyrirtækja þegar starfsmenn sækja fast að mega nota slík tæki að heiman við vinnu sína. Brýnt er að skoða hvað sé til ráða. Öryggishópur Ský stendur því fyrir hádegisfundi um þetta málefni.

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem taka þurfa ákvarðanir um aðgengi spjaldtölva og snjallsíma að upplýsingavinnslu á vinnustöðvum og öðrum sem áhuga hafa á spjaldtölvum, snjallsímum og upplýsingaöryggi.

 Dagskrá:

 11:50-12:05  Afhending gagna

 12:05-12:20  Fundur settur - hádegisverður borinn fram

 12:20-12:40  Vandamálið eins og það blasir við fyrirtækjum
                        Þorsteinn Einarsson, Opin kerfi                        

 12:40-13:00  Vandamálið eins og það blasir við Landspítalanum
                         Björn Jónsson, Landspítalinn

 13:00-13:20  Rekjanleiki og ábyrgðarskylda
                        Ingimar Örn Jónsson, Reiknistofnun Háskóla Íslands

 13:20-13:45  Hvað er hægt að gera?
                        Tryggvi R. Jónsson, Deloitte

 13:45-14:00 Umræður og fundarslit

 Fundarstjóri: Laufey Ása Bjarnadóttir, Gagnavarslan

 Undirbúningsnefndfaghópur Ský um öryggismál:
Hörður Helgi Helgason - Landslög, Sigurður Másson - Advania, Elías Halldór Ágústsson - Reiknistofnun Háskóla Íslands,  Stefán Snorri Stefánsson - Póst- og fjarskiptastofnun, Bergsveinn Þórarinsson - Nýherja, Kristján Valur Jónsson  - stud. dr. comp. sci.og Sturla Þór Björnsson - Advania

 Matseðill:  Steinbíts og laxa ballontine (rúlla) á rösti kartöflum og kryddjurtasósu. Kaffi/te og konfekt.

 Verð:
Fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.
Fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Fyrir aðila utan vinnumarkaðar:  3.000 kr.



  • 4. apríl 2012