Skip to main content

Haustvítamín fyrir vefstjórnendur

Hádegisfundur á Grand hótel 29. ágúst kl. 12-14

Haustvítamín fyrir vefstjórnendur

Faghópur um vefstjórnun hefur verið endurvakinn og hyggst efna til nokkurra viðburða á komandi vetri. Á þessum fundi gefst vefstjórnendum og öðru áhugafólki um vefi færi á að hlusta á sérfræðinga á sviði aðgengismála, vefhönnunar, markaðsmála, skrifa og efnisstjórnunar. Vonast er eftir líflegum umræðum og að fundurinn verði vítamínsprauta inn í starf vetrarins hjá vefstjórnendum.

Dagskrá:

11:50-12:05  Afhending gagna

12:05-12:20  Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40  Aðgengismál fyrir byrjendur
                     Jóhanna Símonardóttir, Sjá

12:40-13:00  Svona spinn ég vef
                     Finnur Pálmi Magnússon, Marorku

13:00-13:20 Sveigjanleg (e. responsive) vefhönnun
                     Jonathan Gerlach, Skapalón

13:20-13:40  Hvernig á að skrifa fyrir vef?
                     Þorfinnur Skúlason, Advania

13:40-14:00  Markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla
                     Bjarni Benediktsson, Pipar / TBWA

14:00           Fundarslit

Fundarstjóri: Heiða Gunnarsdóttir, Advania

Matseðill: Matarmikið salat hússins með grænmeti, ávöxtum, kjúklingasneiðum, osti og grillað brauð.
Kaffi / te og konfekt á eftir.

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps um vefstjórnun

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir fólk utan vinnumarkaðar 3.000 kr.


20120829 125934
20120829 125938
20120829 125944
20120829 130030
20120829 133003
20120829 133007
Haustvitamin

  • 29. ágúst 2012