Haustvítamín fyrir vefstjórnendur

Hádegisfundur á Grand hótel 29. ágúst kl. 12-14

Haustvítamín fyrir vefstjórnendur

Faghópur um vefstjórnun hefur verið endurvakinn og hyggst efna til nokkurra viðburða á komandi vetri. Á þessum fundi gefst vefstjórnendum og öðru áhugafólki um vefi færi á að hlusta á sérfræðinga á sviði aðgengismála, vefhönnunar, markaðsmála, skrifa og efnisstjórnunar. Vonast er eftir líflegum umræðum og að fundurinn verði vítamínsprauta inn í starf vetrarins hjá vefstjórnendum.

Dagskrá:

11:50-12:05  Afhending gagna

12:05-12:20  Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40  Aðgengismál fyrir byrjendur
                     Jóhanna Símonardóttir, Sjá

12:40-13:00  Svona spinn ég vef
                     Finnur Pálmi Magnússon, Marorku

13:00-13:20 Sveigjanleg (e. responsive) vefhönnun
                     Jonathan Gerlach, Skapalón

13:20-13:40  Hvernig á að skrifa fyrir vef?
                     Þorfinnur Skúlason, Advania

13:40-14:00  Markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla
                     Bjarni Benediktsson, Pipar / TBWA

14:00           Fundarslit

Fundarstjóri: Heiða Gunnarsdóttir, Advania

Matseðill: Matarmikið salat hússins með grænmeti, ávöxtum, kjúklingasneiðum, osti og grillað brauð.
Kaffi / te og konfekt á eftir.

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps um vefstjórnun

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir fólk utan vinnumarkaðar 3.000 kr.

  • 29. ágúst 2012

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is