Fjarskipti á náttúruhamfaratímum

Fjarskipti á náttúruhamfaratímum

Hádegisfundur á Grand Hótel 12. september kl 12:00 – 14:00

Taktu þátt í umræðunni á Twitter:  @SkyIceland #fjarskipti

Fjarskipti eru sjaldan eða aldrei mikilvægari en þegar náttúruhamfarir eiga sér stað.  Með aukinni útivist og fjölgun ferðamanna verður æ flóknara að ná til þeirra sem kunna að vera í hættu hverju sinni auk þess sem koma þarf skilaboðum á skömmum tíma til íbúa á þeim svæðum sem eru í hættu.  Til að koma slíkum skilaboðum á framfæri  er treyst á örugg fjarskipti. En höfum við áætlanir tiltækar til verksins?  Af hverju er alltaf hægt að hringa í 112?  Verða fjarskiptakerfi landsins til reiðu þegar mest á reynir?   Á hvaða fjarskipti treystir Landsbjörg í björgunaraðgerðum ? Hvernig virkar  112 „appið“? 

Faghópur um fjarskiptamál boðar til fundar um fjarskipti á náttúruhamfaratímum.  Á fundinn mæta fagaðilar og kynna sín sjónarmið og upplýsa okkur um það við hverju má búast þegar náttúran minnir á sig næst. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um efnið.

Dagskrá:

11:50 – 12:00     Afhending ráðstefnugagna

12:00 – 12:20     Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20 – 12:35     Tiltækar viðbragðsáætlanir og viðbragð við náttúruhamförum
                               
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

12:35 – 12:50     Áreiðanleiki og uppbygging almennra fjarskiptakerfa landsins
                               Halldór Guðmundsson, forstöðumaður þróunar hjá Mílu 

12:50 – 13:05     TETRA - Áreiðanleiki og útbreiðsla. Hvernig virkar 112 „appið“?
                               Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar

13:05 – 13:20     GSM Boðkerfið – hvernig virkar það og hvenær er það er virkjað?
                               Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra 

13:20 – 13:35     Hvernig er Landsbjörg tækjum búin og á hvernig fjarskipti treysta þau?
                               Daníel Eyþór Gunnlaugsson,
                               Fjarskiptaráð björgunarsveita/Slysavarnarfélagið Landsbjörg

13:35 - 14:00      Fundi slitið

Fundarstjóri:   Ari Trausti Guðmundsson

Matseðill:          Pönnusteiktur þorskur með grænmetis risotto og hollandaissósu. Kaffi/te og konfekt.

Undirbúningsnefnd: Stjórn fjarskiptahóps Ský

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir fólk utan vinnumarkaðar 3.000 kr.

  • 12. september 2012

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is