Skip to main content

Fjarskipti á náttúruhamfaratímum

Fjarskipti á náttúruhamfaratímum

Hádegisfundur á Grand Hótel 12. september kl 12:00 – 14:00

Taktu þátt í umræðunni á Twitter:  @SkyIceland #fjarskipti

Fjarskipti eru sjaldan eða aldrei mikilvægari en þegar náttúruhamfarir eiga sér stað.  Með aukinni útivist og fjölgun ferðamanna verður æ flóknara að ná til þeirra sem kunna að vera í hættu hverju sinni auk þess sem koma þarf skilaboðum á skömmum tíma til íbúa á þeim svæðum sem eru í hættu.  Til að koma slíkum skilaboðum á framfæri  er treyst á örugg fjarskipti. En höfum við áætlanir tiltækar til verksins?  Af hverju er alltaf hægt að hringa í 112?  Verða fjarskiptakerfi landsins til reiðu þegar mest á reynir?   Á hvaða fjarskipti treystir Landsbjörg í björgunaraðgerðum ? Hvernig virkar  112 „appið“? 

Faghópur um fjarskiptamál boðar til fundar um fjarskipti á náttúruhamfaratímum.  Á fundinn mæta fagaðilar og kynna sín sjónarmið og upplýsa okkur um það við hverju má búast þegar náttúran minnir á sig næst. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um efnið.

Dagskrá:

11:50 – 12:00     Afhending ráðstefnugagna

12:00 – 12:20     Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20 – 12:35     Tiltækar viðbragðsáætlanir og viðbragð við náttúruhamförum
                               
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

12:35 – 12:50     Áreiðanleiki og uppbygging almennra fjarskiptakerfa landsins
                               Halldór Guðmundsson, forstöðumaður þróunar hjá Mílu 

12:50 – 13:05     TETRA - Áreiðanleiki og útbreiðsla. Hvernig virkar 112 „appið“?
                               Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar

13:05 – 13:20     GSM Boðkerfið – hvernig virkar það og hvenær er það er virkjað?
                               Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra 

13:20 – 13:35     Hvernig er Landsbjörg tækjum búin og á hvernig fjarskipti treysta þau?
                               Daníel Eyþór Gunnlaugsson,
                               Fjarskiptaráð björgunarsveita/Slysavarnarfélagið Landsbjörg

13:35 - 14:00      Fundi slitið

Fundarstjóri:   Ari Trausti Guðmundsson

Matseðill:          Pönnusteiktur þorskur með grænmetis risotto og hollandaissósu. Kaffi/te og konfekt.

Undirbúningsnefnd: Stjórn fjarskiptahóps Ský

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir fólk utan vinnumarkaðar 3.000 kr.


20120912 125237
20120912 125248
20120912 125303
20120912 125307
20120912 130724
20120912 130736
20120912 132556
FjarskNatt
FjarskNatt1

  • 12. september 2012