Ungmenni og netið

 

Hádegisfundur á Grand hótel 14. nóvember 2012 kl. 12-14

"Netið, ungmenni og upplýsingaöryggi"


Taktu þátt í umræðunni á Twitter @SkyIceland #UngNet

Samfélagsmiðlar á Netinu á borð við Facebook safna víðtækum persónuupplýsingum um notendur sína, oft án þess að upplýst sé hvernig þær muni verða nýttar. Með því að greiðslumiðlun færist í auknum mæli á Netið eykst hættan á skipulagðri brotastarfsemi sem beinist gegn greiðslukerfum. Þá er Netið helsta aðgangsleið fyrir ógnir gegn upplýsingakerfum. Þessi álitaefni eru einkar áleitin þegar börn eiga í hlut en Netið er helsti samskiptamiðill ungs fólks. Öryggishópur Ský stendur fyrir hádegisfundi um þetta málefni. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig fyrirfram á fundinn.

Dagskrá: 

11:50-12:05        Afhending gagna 

12:05-12:15        Fundur settur og hádegisverður borinn fram 

12:15-12:35        Raunveruleg hætta eða ys og þys útaf engu
                             Helgi Gunnlaugsson, Háskóla Íslands

12:35-12:55        Helstu hættur sem steðja að ungu fólki á Netinu í dag

                             Hafþór Birgisson, SAFT– Samfélag, fjölskylda og tækni

12:55-13:15        Börn á netinu og persónuvernd
                             Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd

13:15-13:35        Rannsóknir á glæpum tengdum upplýsingatækni
                             Steinarr Kristján Ómarsson, lögreglu höfuðborgarsvæðisins                          

13:35-14:00        Umræður og fundarslit 

Fundarstjóri: Ásrún Matthíasdóttir, Háskólanum í Reykjavík.

MatseðillSmjörsteikt kalkúnabringa með ávaxta og ostafyllingu ásamt surpreme sósu. Konfekt / kaffi /te á eftir.

Undirbúningsnefnd:  Faghópur Ský um öryggismál - Hörður Helgi Helgason, Landslög og Sigurður Másson, Advania

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr. 

  • 14. nóvember 2012

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is