Skip to main content

Ungmenni og netið

 

Hádegisfundur á Grand hótel 14. nóvember 2012 kl. 12-14

"Netið, ungmenni og upplýsingaöryggi"


Taktu þátt í umræðunni á Twitter @SkyIceland #UngNet

Samfélagsmiðlar á Netinu á borð við Facebook safna víðtækum persónuupplýsingum um notendur sína, oft án þess að upplýst sé hvernig þær muni verða nýttar. Með því að greiðslumiðlun færist í auknum mæli á Netið eykst hættan á skipulagðri brotastarfsemi sem beinist gegn greiðslukerfum. Þá er Netið helsta aðgangsleið fyrir ógnir gegn upplýsingakerfum. Þessi álitaefni eru einkar áleitin þegar börn eiga í hlut en Netið er helsti samskiptamiðill ungs fólks. Öryggishópur Ský stendur fyrir hádegisfundi um þetta málefni. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig fyrirfram á fundinn.

Dagskrá: 

11:50-12:05        Afhending gagna 

12:05-12:15        Fundur settur og hádegisverður borinn fram 

12:15-12:35        Raunveruleg hætta eða ys og þys útaf engu
                             Helgi Gunnlaugsson, Háskóla Íslands

12:35-12:55        Helstu hættur sem steðja að ungu fólki á Netinu í dag

                             Hafþór Birgisson, SAFT– Samfélag, fjölskylda og tækni

12:55-13:15        Börn á netinu og persónuvernd
                             Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd

13:15-13:35        Rannsóknir á glæpum tengdum upplýsingatækni
                             Steinarr Kristján Ómarsson, lögreglu höfuðborgarsvæðisins                          

13:35-14:00        Umræður og fundarslit 

Fundarstjóri: Ásrún Matthíasdóttir, Háskólanum í Reykjavík.

MatseðillSmjörsteikt kalkúnabringa með ávaxta og ostafyllingu ásamt surpreme sósu. Konfekt / kaffi /te á eftir.

Undirbúningsnefnd:  Faghópur Ský um öryggismál - Hörður Helgi Helgason, Landslög og Sigurður Másson, Advania

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr. 


20121114 124133
20121114 124139
20121114 124147
20121114 124154

  • 14. nóvember 2012