Fjarskipti á heimilinu

Fjarskipti á heimilinu

Talar heimilisbíllinn og uppþvottavélin sama tungumál ?

Hádegisfundur á Grand Hóteli 16. janúar kl 12:00 – 14:00

#heimilid

Fyrir fáeinum áratugum var algengt að fjarskiptalagnir á heimili væru tvö strik á rafteikningu, tvö rör í raunveruleikanum með einum streng í hvoru röri. Annar strengurinn var koaxkapall frá loftneti, hinn tveggja línu símastrengur fyrir talsíma.  Fjarskiptalagnir á heimilum hafa tekið stakkaskiptum og skipa æ stærra hlutverk í hönnun og byggingu íbúðarhúsa.  Vandinn við slíka hönnun er ekki síst sá að við erum í hringiðju umbreytinga á notkun fjarskipta í stýringu, stjórn og afþreyingu á venjulegu heimili.   Eða verður þetta allt saman þráðlaust ?

Faghópur um fjarskiptamál boðar til fundar um fjarskipti innan heimilisins.  Á fundinn mæta fagaðilar og kynna sýn sjónarmið og upplýsa okkur um það  sem er í boði í dag og þeirra sýn á það hvernig við getum fært okkur fjarskiptin í nyt á komandi árum innan veggja heimilisins. 

Drög að dagskrá:

11:50 – 12:00     Afhending gagna

12:00 – 12:20     Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20 – 12:40     Hönnun fjarskiptalagna fyrir heimili. Nýr staðall um fjarskipti innan heimilisins.
                              Örlygur Jónatansson, Skjámynd/SART

12:40 – 13:00     Hússtjórnunarkerfi, ljós, hljóð og mynd
                              Magnús Þórðarson, Verkhönnun

13:00 – 13:20     Öryggiskerfi. Ný nálgun í samþættingu fjarskipta og öryggiskerfa.
                              Hrafn Leó Guðjónsson, Securitas

13:20 – 13:40     Samþætting raftækja heimilisins, sendir ísskápurinn innkaupalistann með SMS eða tölvupósti? 
                              Ingi Björn Ágústsson, Samsung Setrið

13:40 – 14:00     Skemmtilegar lausnir notaðar á nútíma heimili
                              Guðmundur Þór Reynisson, Netspor

14:00                   Fundi slitið

Fundarstjóri: Guðmundur Daníelsson, Orkufjarskipti

Undirbúningsnefnd: Stjórn fjarskiptahóps Ský

Matseðill:  Fiskitvenna dagsins með grænmetisrísottó og fáfnisgrassósu. Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr. 

  • 16. janúar 2013

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is