Skip to main content

Heilbrigisráðstefna

Heilbrigðisráðstefna Fókus
20. febrúar á Grand hóteli

Raunsýn – Draumsýn
Sýn heilbrigðisstarfsmanna á sjúkraskrárgögn
Möguleikar og stefna

Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #SjukraGogn

Heilbrigðisráðstefna Fókus er að þessu sinni helguð umræðu um aðgengi heilbrigðisstarfsmanna að sjúkragögnum. Erindin verða fjölbreytt að venju en þau munu nálgast umfjöllunarefnið frá mismunandi áttum. 

Sagt verður frá verkefnum sem miða að því að bæta aðgengi heilbrigðisstarfsmanna að gögnum innan heilbrigðisstofnanna, öðrum verkefnum sem snúa að því að miðla heilbrigiðsgögnum milli stofnanna og loks hvernig opinberir aðilar eins og Sjúkratrygginar Íslands veita heilbrigðisstarfsfólki aðgang að þeim gögnum sem stofnunin hefur að geyma.

Ráðstefnan er ætluð öllu heilbrigðisstarfsfólki auk þeirra sem starfa við upplýsingatækni á heilbrigðissviði.

Dagskrá:

12:45  Húsið opnar - afhending ráðstefnugagna

13:00  Setning
               Guðjón Vilhjálmsson formaður FÓKUS


13:10  Samtengd rafræn sjúkraskrá, hvernig geta allir fengið aðgang að því sem þeir þurfa
               Ingi Steinar Ingason, Embætti Landlæknis


13:35  Vöruhúsgagna á Landspítala
               Helga H Bjarnadóttir, Landspítali Háskólasjúkrahús


14:00  Hvernig geta upplýsingar Sjúkratrygginga nýst heilbrigðisstarfsmönnum?
               Benedikt Benediktsson, Sjúkratryggingar Íslands

14:30  Kaffihlé

14:50  Nýjungar. Heilsugáttar App og nýtt svara- og beiðnakerfi
               Björn Jónsson, Landspítali Háskólasjúkrahús


15:35  Sjúklingaportall, aðgangur almennings að eigin upplýsingum
               Kristján Guðmundsson, Heilsugæslustöðin í Glæsibæ


16:00  Fyrirspurnir og umræður

16:15    Ráðstefnuslit

Fundarstjóri
: Teitur Guðmundsson, læknir

Undirbúningsnefnd: Fyrir hönd stjórn faghópsins Fókus;
Arna Harðardóttir - LSH, Guðjón Vilhjálmsson - TM Software, Hjörleifur Halldórsson - LSH, Hjörtur Sturluson - TM Software og Lilja Björk Kristinsdóttir - Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Verð fyrir félagsmenn Ský: 9.500 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 11.500 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.


20130220 144557
20130220 144619
20130220 144629
20130220 144633

  • 20. febrúar 2013