Notendaprófanir

Á leiðinni heim...

Örkynningar þann 16. apríl kl. 16:30 - 18:00
í kjallara Engjateig 9 (Verkfræðingahúsið)

"Notendaprófanir, endurgjöf og notendamiðuð hönnun"

Twitter: @SkyIceland #Notendur

 

Í starfi vefstjórans er mikilvægt að kynnast notendum og þeirra þörfum. Notendaprófanir eru mikilvægur þáttur í vefþróun og fyrirtæki eru að verða meðvitaðri um mikilvægi endurgjafar frá notendum og notendamiðaðrar hönnunar.

Í þremur örkynningum (10-15 mín) fáum við ólik sjónarhorn fram á þessu sviði. Við kynnumst aðferðafræði CCP í notendamiðaðri hönnun, fáum reynslusögu af framkvæmd notendaprófana hjá Ferðamálastofu og erindi úr heimi fræðanna um endurgjafir frá notendum.

Dagskrá:

Örvar Halldórsson, leikjahönnuður hjá CCP: Óþvinguð innleiðing á notendamiðaðri hönnun
Besta leiðin til að innleiða hugmyndafræði eins og notendamiðaða hönnun er þegar einstaklingar uppgötva eiginleika þess sjálft og þróa þær aðferðir sem hentar hverjum fyrir sig. Notendamiðuð hönnun samanstendur af mörgum aðferðum og tólum til að bæta upplifun notenda okkar af þeim vörum sem við þróum. Örvar Halldórsson leikjahönnuður mun fara yfir það hvaða aðferðir CCP hefur prófað í þessum efnum undanfarna mánuði og hvað hefur reynst þeim vel.

Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu: Reynsla af notendaprófunum
Halldór segir frá framkvæmd notendaprófana við undirbúning á nýjum vef Ferðamálastofu.

Marta Kristín Lárusdóttir, lektor við HR: Endurgjöf frá notendum skilar árangri
Marta fjallar um niðurstöður rannsókna um hvernig endurgjöf er safnað frá notendum í hugbúnaðariðnaði og hvaða árangri það hefur skilað.

Ókeypis fyrir félagsmenn Ský, aðrir greiða 1.000 kr. (Posavél á staðnum)

Faghópur Ský um vefstjórnun stendur fyrir viðburðinum

 

 

  • 16. apríl 2013

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is