Skip to main content

Réttur til að vita...

Ráðstefna 27. september 
Hótel Hilton Nordica Reykjavík kl. 12 - 14

„Réttur til að vita ...“

Taktu þátt í umræðunni á Twitter:  @SkyIceland #Rettur

Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem  haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.

Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað felst í þessum degi?
- Hvað gera önnur lönd?
- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?
- Hver er réttur almennings til upplýsinga?
- Hvernig er lagaumhverfið?
- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?
- Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?

Dagskrá:

11:50  Afhending ráðstefnugagna

12:00  Fundur settur - hádegisverður borinn fram

12:20  Hvað felst í alþjóðlegum degi um réttinn til að vita?
            Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

12:30  Birting persónuupplýsinga í dómum á Netinu
            Hörður Helgi Helgason, lögmaður og forstjóri Persónuverndar

12:55  Opin gögn á Íslandi í samanburði við önnur lönd
            Finnur Pálmi Magnússon, sendiherra Open Knowledge Foundation á Íslandi

13:20  Hvað er nýtt í Upplýsingalögunum?
            Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands

13:45  Mat borgaranna: Af hverju leyna stjórnvöld upplýsingum sem eiga erindi við almenning?
            Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

14:00  Fundarlok

Ráðstefnustjóri: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis

Matseðill: Sjávarréttasalat í krukku með fennel og chili.
Rifinn langtímaeldaður grís í BBQ. Kaffi/te á eftir.

Verð fyrir félagsmenn Ský: 4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

 


20130927 114230
20130927 114318
20130927 114319
20130927 121350
20130927 121401
20130927 121405
20130927 121413
20130927 121531
20130927 122457
20130927 122850
20130927 124316
20130927 124322
20130927 133230
20130927 133233

  • 27. september 2013