Skip to main content

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Hádegisfundur á Grand hóteli 23. október 2013 kl. 12-14 

"Hvar eiga viðkvæmar persónuupplýsingar heima?"

Twitter: @SkyIceland #VidkPers

 

Ábyrgðaraðilar viðkvæmra persónuupplýsinga, í heilbrigðiskerfinu og víðar, standa frammi fyrir vanda þegar kemur að því að ákveða hvar eigi að vista upplýsingarnar til framtíðar. Sífellt meira gagnamagn og auknar kröfur um aðgengi utanaðkomandi og samtengingu við aðrar upplýsingar vegast á við kröfur um leynd upplýsinganna og nýjar hættur á að hún verði rofin. Á að vista gögn með þessum upplýsingum hjá hverjum ábyrgðaraðila fyrir sig, að koma á fót dreifðu kerfi gagnagrunna með sameiginlegum aðgangi, úthýsa vistuninni eða flytja gögnin í tölvuský?

Mikilvægt er að þau fyrirtæki og þær opinberu stofnanir sem sjá um vinnslu viðkvæmra upplýsinga komi að umræðu um hvaða framtíðarsýn sé æskilegt að fylgja í þessum efnum.

Fókus, faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og öryggishópur Ský standa sameiginlega að hádegisfundi um þetta málefni.
Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig á hann fyrirfram.

Dagskrá:

11:50-12:05        Afhending gagna

12:05-12:15        Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:15-12:35        Hver er lagaramminn?
                           Þórður Sveinsson, Persónuvernd

12:35-12:55        Hvaða kostir eru vænlegir til framtíðar?
                           Arnar Pálsson, Capacent

12:55-13:15        Vistun sjúkraskrárupplýsinga
                           Sigríður Haraldsdóttir, Embætti Landlæknis

13:15-13:35        Samtenging sjúkraskráa
                           Guðjón Vilhjálmsson, TM Software

13:35-14:00        Umræður og fundarslit

Fundarstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir, innanríkisráðuneytinu.

Matseðill: Smálúðurúlla með spínat og camembertfyllingu smælkiskartöflum, grænmeti sveppasósu.
Konfekt / kaffi /te á eftir.

Undirbúningsnefnd:  
Öryggishópur Ský: Hörður Helgi Helgason – Landslög og Sigurður Másson – Advania. 
Fókus: Guðjón Vilhjálmsson – TM Software.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr.  



  • 23. október 2013