Skip to main content

Verðlaunavefir

Á leiðinni heim…  

Kjallari  Engjateigi 9
17. mars 2015kl. 16:30 -18

"Hvernig verður verðlaunavefur til?"

Twitter: @SkyIceland #Verdlaunavefir

Vilja ekki allir læra að smíða verðlaunavef? Í fjórum örkynningum fáum við innsýn í ferlið við smíði á fjórum vefjum sem allir hlutu viðurkenningu á dögunum á Íslensku Vefverðlaununum. 

Heilsuvera.is var valinn besti íslenski vefurinn árið 2014 á meðan vefur Dominos (dominos.is) skaraði fram úr fyrir hönnun og viðmót. Besti non-profit  sem og einstaklings vefurinn var hvaderibio.is á meðan Blær (blaer.is) var valinn athyglisverðasti vefurinn. Besti opinberi vefurinn var vefur Samgöngustofu (samgongustofa.is)

Komdu við á leiðinni heim úr vinnunni, hlustaðu á stutt erindi og taktu þátt í umræðu meðal kollega.

Dagskrá kl. 16:30 - 18:00:

Samgongustofa.is
Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu

Hvaderibio.is / Blaer.is
Hugi Hlynsson, vefhönnuður

Dominos.is
Egill Þorsteinsson, þjónustustjóri Dominos

Heilsuvera.is
Atli Mar Gunnarsson, TM Software

Umræður

Fundarstjóri: Hjalti Már Einarsson, forstöðumaður vef- og markaðssviðs Nordic Visitor

Undirbúningur var í höndum stjórnar faghóps Ský um vefstjórnun.

Ókeypis fyrir félagsmenn Ský aðrir greiða 1.000 kr. (posi á staðnum).

Tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á sky@sky.is í síðasta lagi 16. mars.

 


20150317 165522
20150317 165529

  • 17. mars 2015