Skip to main content

Tækifærin í upplýsingunum

Hádegisfundur á Grand hóteli 29. apríl 2015 kl. 12-14

"Tækifærin í upplýsingunum: gagnavinnsla og gervigreind"

Mörg fyrirtæki hafa aðgang að og safna gríðarlegu magni gagna á degi hverjum. Hvernig eru fyrirtæki í dag að vinna með þessi gögn og breyta þeim í upplýsingar sem hægt er að nýta sér til framdráttar? 
Með gervigreind er yfirleitt átt við hvort tölva geti skynjað umhverfi sitt og tekið ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur, en mun næsta bylting í tölvuleikjaheiminum vera félagsgreind sem byggir á gervigreind?

Á þessum hádegisfyrirlestri fáum við að heyra hvernig nokkur áhugaverð fyrirtæki eru að nýta sér gagnavinnslu (Big Data) og kynnumst einnig fræðimönnum í háskólasamfélaginu. Við hvetjum alla sem vinna við eða hafa áhuga á gögnum, upplýsingum og gagnavinnslu að mæta og sjá hvað er spennandi að gerast á þessu sviði.

Twitter: @SkyIceland #GagnaGervi

Dagskrá:

11:50-12:00   Afhending gagna

12:00-12:15   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:15-12:35   Hvað er gervigreind?
                        Kristinn Rúnar Þórsson, Háskólinn í Reykjavík

12:35-12:55   Gagnagreind - vitræn framsetning og sjálfvirkar greiningaraðferðir á sívaxandi gagnasöfnum
                        Thomas Philip Runarsson, Háskóli Íslands

12:55-13:15   Félagsgreind - næsta bylting í tölvuleikjum?
                        Hannes Högni, Gervigreindarsetrið í HR

13:15-13:30   Úr handavinnu í handverk - ferðalag Meniga um gagnavinnslu
                        Tryggvi Jónsson, Meniga                    

13:30-13:45   Hrágagnagreining með RedShift hjá QuizUp
                        Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, Plain Vanilla Games

13:45-14:00   Erfðarannsóknir með stórvirkum vinnuvélum - gögnum breytt í uppgötvanir
                        Gísli Másson, DeCode

14:00              Fundarslit

Fundarstjóri: Sigurhanna Kristinsdóttir, Hugsmiðjan
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð.
Matseðill:Kjúklinga quesadillas kryddhrísgrjón, grænmeti. Konfekt / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.


20150429 130755

  • 29. apríl 2015