Skip to main content

Heilbrigðisráðstefnan

Heilbrigðisráðstefnan Á GRAND HÓTELI 
miðvikudaginn 22. febrúar 2017 kl. 12-14:30 

"Hugræn tölvun (e. COGNITIVE COMPUTING) 
og áhrif hennar á heilbrigðiskerfi framtíðarinnar" 

Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar standa frammi fyrir stórum áskorunum. Aukið langlífi, sífelld krafa um enn betri þjónustu og undirliggjandi þrýstingur um aukna hagkvæmni skapa ný vandamál sem þarfnast lausna. Á sama tíma og upplýsingamagn hefur aldrei verið meira er sífellt minni tími sem gefst í að skilja það og beita í skýrum tilgangi. Á sama tíma er ör þróun í tölvutækni sem safnar ekki bara saman upplýsingum - heldur skilur, lærir og aðstoðar við að breyta upplýsingum í raunverulega þekkingu. Þetta er hugræn tölvun (cognitive computing).  

Markmið heilbrigðisráðstefnunnar er að skoða betur þessi vandamál sem heilbrigðiskerfi nútímans stríðir við og kanna hvort ný þróun í hugrænni tölvun sé raunverulega með einhver svör við þeim. 

Lykilfyrirlesari er Anders Quitzau, IBM Watson Advocate. Hann er sérfræðingur frá IBM í Watson og hefur rannsakað í þaula hvernig hugræn tölvun getur haft áhrif á heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Einnig verða fulltrúar frá íslensku heilbrigðskerfi sem munu lýsa betur þeim vandamálum tengdu magni upplýsinga og gagna sem blasa við þeim í sínu daglega starfi.

Dagskrá:
11:50 - 12:00  Afhending gagna

12:05 - 12:20  Hádegisverður borinn fram

12:20 - 12:45  IBM Watson
                       Anders Quitzau, IBM Watson Advocate

12:50 - 13:10  Upplýsingaflóð – nýtist það við eftirlits- og meðferðaákvarðanir? 
                       Dr Björn Guðbjörnsson, gigtarlæknir og prófessor við læknadeild 

13:15 - 13:35  Stuðningskerfi við klíníska ákvarðanatöku
                       Daníel Ásgeirsson, hjarta- og nýrnalæknir

13:40 - 14:00  Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli
                       Sölvi Rögnvaldsson, nemandi við HÍ og verðlaunahafi nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

14:00 - 14:30 Spurningar og umræður

Ráðstefnustjóri: María Heimisdóttir, Landspítalinn

Undirbúningsnefnd: Stjórn Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum.

Matseðill: Timjan og sítrónu marineruð úrbeinuð kjúklingalæri með bygg, vorlauk, gulrætum, selleryrót, og diablo sósu.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.



  • 22. febrúar 2017