Skip to main content

Vefir og appþróun

Hádegisfundur á Grand hóteli 
22. mars kl. 12-14  

"Þurfum við ekki líka að vera með app?"

Twitter: @SkyIceland #VefurApp

Þetta er spurning sem heyrist reglulega innan margra fyrirtækja og stofnana hér heima. Á þessum hádegisfundi ætlum við að taka fyrir öpp, hver er munurinn á “native”, “hybrid” og “web” öppum, notkun þeirra, efnistökum og virkni. Einnig að skoða hvenær fyrirtæki/stofnanir ættu frekar að einblína á að vera með snjallan vef í stað þessa að þróa app.  Við fáum að kynnast öppum og heyra reynslusögu um leiðina að verðlaunaappi.

Þessi fundur er fyrir alla þá sem hafa spáð í hvort þeirra fyrirtæki/stofnun þurfi app og hvernig það nýtist sem best. Einnig er fundurinn ætlaður þeim sem hafa áhuga á að fræðast um það sem er að gerast í vefheiminum.

Dagskrá:

11:50-12:05      Afhending gagna

12:05-12:20      Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40      Skítt með tæknina, hvað vill viðskiptavinurinn?
                           Ólafur Nielsen, Kolibri

12:40-13:00      Hvað þarf app?
                           Jón Andri Sigurðarson, Stokkur

13:00-13:20      Þarf Icelandair ekki líka að vera með app?
                           Guðmundur Guðnason, Icelandair

13:20-13:40      Leiðin að Kass - reynslusaga
                           Unnur Johnsen, Íslandsbanki

13:40-14:00      Pallborðsumræður

14:00                 Fundarslit

Fundarstjóri: Ragnheiður Magnúsdóttir, Marel

Undirbúningsnefnd
: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun

Matseðill: Rósmarin marineruð blálanga með kartöflubátum, gljáðu rótargrænmeti og sítrus smjörsósu.  Sætindi / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.


20170322 123339
20170322 123515
20170322 124231 008
20170322 124257
20170322 124300
20170322 124316
20170322 124320
20170322 135047

  • 22. mars 2017