Skip to main content

Öryggismál tengd fjarskiptum

Hádegisfundur á Grand hóteli 
2. maí kl. 12-14
Öryggismál tengd fjarskiptum

Twitter: @SkyIceland #Fjarskiptaöryggi

 

Mikil þróun er í  lausnum af ýmsu tagi til að auðvelda okkur hið daglega líf. Fjarlæsingarbúnaður, myndavélar á heimilum okkar tengdum öryggiskerfum, ýmis nettengdur búnaður inn á heimilinu, Internet hlutanna og lengi mætti telja upp búnað sem við notandinn höfum mikinn áhuga á en höfum jafnframt áhyggjur af öryggisþætti þessa búnaðar. Flestar ef ekki allar þessar lausnir tengjast fjarskiptum eða byggja algjörlega á fjarskiptainnviðum okkar. Farið verður um víðan völl en ætlun fyrirlestrana í þetta sinn er að reyna að fá góða mynd af helstu öryggisþáttum og viðkomandi lausnum tengdum fjarskiptum innanlands sem utan enda þekkjum við öll okkar eigin viðbrögð þegar við getum ekki reytt okkur á fjarskiptin.

Fyrir alla þá sem velta fyrir sér öryggisþætti hinna fjölmörgu tæknilausna sem auðvelda eiga hið daglega lífi. Erum við örugg með að myndir, samtöl okkar, staðsetning og fleira sé bara OKKAR? Hversu örugg eru samskipti okkar innanlands eða við útlönd gagnvart náttúruhamförum og svo mætti lengi telja?

Dagskrá:

11:50     Afhending gagna

12:05     Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20     Öryggisþættir í aðgangsstýringum
Hvernig virka aðgangsstýringar og hvernig er öryggi tryggt í slíku umhverfi, sem er allt nánast IP.
Einar Páll Guðlaugsson, Securitas

12:40    Hlerunarfrí fundarherbergi og skrifstofur, er upplýsingaleki í fundarherberginu?
Hvað er í boði til að tryggja að enginn hljóðnemi, myndavél eða annar rafeindabúnaður sé í gangi án heimildar í herbergi, hvernig eru herbergi “hreinsuð”, hvað er í boði
Jón Gunnar Þórhallsson, Securitas

13:00    Rekstaröryggi útlandasambanda - helstu áhættuþættir og leiðir til úrbóta
Hver er staðan á rekstraröryggi útlandasambanda, hverjir eru megin áhættuþættirnir og helstu mögulegu úrbætur.
Örn Orrason, Farice

13:20    Öryggi í almennum fjarskiptanetum
Hvernig er öryggi háttað í almennum fjarskiptanetum?
Benedikt Rúnarsson, Míla

13:40    Fyrirspurnir og svör

14:00    Fundarslit

Fundarstjóri: Anna Björk Bjarnadóttir, Expectus

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um fjarskiptamál

Matseðill: Ofnbakaður svínahnakki med sinnepssósu. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Verð fyrir félaga Ský:    5.900 kr.
Verð fyrir utanfélaga:   9.700 kr.



  • 2. maí 2018