Skip to main content

Húsvitjun Origo

Til að krydda enn frekar starfsemi Ský ætlum við að fara í heimsókn til fyrirtækja innan tengslanets Ský í vetur.
Heimsóknirnar eru hugsaðar eins og vísindaferðir og geta einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn í Ský tekið þátt. 

Miðvikudaginn 5. desember býður Origo okkur í húsvitjun undir yfirskriftinni:

"Origo – af hverju sameining og nýtt nafn?"

(Ath. Takmarkaður fjöldi kemst að - látið vita sem allrafyrst ef forföll verða)

Staður: Origo, Borgartúni 37
Stund:   Miðvikudagurinn 5. desember kl. 16-18

Hvernig á að sameina þrjú upplýsingatækni fyrirtæki með ólíka fyrirtækjamenningu? Origo varð að veruleika í janúar með sameiningu TM Software, Applicon og Nýherja.  

Finnur Oddsson forstjóri Origo fer yfir helstu áskoranir og ávinning í kringum nafnabreytingu og sameiningu.

Laufléttar veitingar í boði.


20181205 171427
20181205 171434
20181205 171448
20181205 171455

  • 5. desember 2018