Hvað er undir húddinu á árangursdrifnum stafrænum miðlum?

Radst

Hádegisverðarfundur

 

Hvað er undir húddinu á árangursdrifnum
stafrænum miðlum?

Þátttökugjald
fyrir Ský félaga:     6.400 kr.
fyrir utanfélaga: 10.500 kr.

Matseðill
Kjúklingabringa með maís, maís, maís og aftur maís (maís á nokkra vegu með)
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Á fundinum skyggnumst við á bakvið tjöldin hjá framsæknum og öflugum fyrirtækjum sem byggja viðskiptamódel sín á árangursdrifnum stafrænum miðlum. Hönnun, notendaviðmót og virkni byggja alfarið á mælingum, gögnum og aftur gögnum. Fundurinn er sniðinn að vefstjórum, gagnasérfræðingum, stjórnendum og almennt þeim sem vinna að vefþróun.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Ein verslun fyrir hvern viðskiptavin
Hvernig er hægt að beisla gögn og gervigreind til að búa til sérsniðna upplifun í vefverslunum?
Emil Harðarson, framkvæmdastjóri Size Advice

12:40   Engagement Index: Mæling á hegðunarmynstri notanda
Hvað þurfum við að mæla þegar fjöldi notenda segir ekki alla söguna?
Álfur Birkir Bjarnason, gagnasérfræðingur hjá Meniga

13:00   Þróun á stafrænum miðlum WOW air
Viðamikil vefþróun er hjá WOW air sem byggir í alla staði á mælingum á notendahegðun og ýmis konar gagnasöfnun.
Sandra Ósk Sigurðardóttir, vefstjóri Wow

13:20   Vefverslun Nettó
Nettó segir frá uppbyggingu hugmyndafræði fyrirtækisins á netinu en vefverslunin hefur brotið blað er varðar innkaupamöguleika á vefnum og heimsendingarþjónustu á lágvöruverðs matvöru hér á landi.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigrún Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs hjá A4

Skrá mig

  • 13. mars 2019

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is