Skip to main content

Hagnýt gervigreind - Líka fyrir þig

 

Hagnýt gervigreind – líka fyrir þig

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Pönnusteikt langa með hollandaise sósu, blönduðu grænmeti og kartöflum.
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

„Framtíðin er núna“ sagði einhver. Gervigreind er nú þegar í notkun hjá íslenskum fyrirtækjum og ef til vill víðar en margan grunar. Fjallað verður um hvernig er hægt að nýta gervigreind til þægindaauka og til að auka þjónustuframboð.

Fyrir þá sem hafa áhuga á samskiptum manns og tölvu, jafnt stjórnendur sem tæknimenn.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Nýting aðferðafræði vöruþróunar í upplýsingatækni
Hraðari framfarir í tækni munu auka  kröfur til sveigjanleika og viðbragðsflýtis fyrirtækja, ekki síst hvað varðar upplýsingatækni. Stjórnendur í upplýsingatækni geta nýtt sér aðferðafræði vöruþróunar, til þess að geta á skilvirkari hátt metið ávinning af nýjum möguleikum og tækifærum.
Sigurður Gísli Karlsson, Opin Kerfi

12:50   Þú ert númer sjötíu og fimm í röðinni. Spjallmenni hjá viðskiptavini
Samskipti manns og tölvu eru í sífelldri þróun og fyrir marga lítur út fyrir að Skynet sé ekki á leiðinni heldur mætt á svæði. Sýnd verður notkun spjallmennis (e. chatbot) og farið yfir innleiðingu á slíkum gaur.
Sigrún Lára Sverrisdóttir, Miracle

13:20   Hagnýt gervigreind í rekstri tölvukerfa
Í náinni framtíð mun gervigreind taka við sífellt fleiri hlutverkum í rekstri tölvukerfa, svo sem eftirliti, bilanagreiningu og sjálfvirkum lagfæringum. Sjálfvirknivæðing þessara rekstrarþátta mun hafa í för með sér aukin tækifæri, betri rekstrarumhverfi og fækkun á mannlegum mistökum.
Gísli Guðmundsson, Advania

13:50   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigrún Þorgilsdóttir, Opin kerfi


20190403 124203

  • 3. apríl 2019