Skip to main content

Endurmanna eða endurmennta

 

Endurmanna eða endurmennta?

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Léttsaltaður þorskur með ólífum, tómötum og avókadó.
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Í samfélagi nútímans verður sífellt mikilvægara fyrir fyrirtæki og stofnanir að bjóða upp á ákveðnar áherslur í fræðslu og endurmenntun þar sem fólki gefst kostur á að leggja rækt við sig sjálft jafnt í starfi og leik. Á starfsvettvangi eins og tækni og nýsköpun, þar sem keppt er um besta fólkið getur góð fræðslustefna verið lykilatriði að því að halda starfsfólki frekar en að þurfa sífellt að endurmanna í störfin. Flutt verða fræðandi erindi um hvernig nokkur fyrirtæki hérlendis haga þessum málum og sömuleiðis hvernig skólaumhverfið tekst á við þær áskoranir sem eru á markaðnum í dag.

Fundurinn er sniðinn að mannauðsstjórum, fræðslustjórum, stjórnendum, námsfúsum og almennt þeim sem hafa áhuga á menntun, fræðslu og fræðistörfum í UT.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Mannauður - fjárfesting til framtíðar
Sérfræðiþekking er dýrmæt bæði starfsfólki og fyrirtækjum. Hvernig hlúum við að og aukum við þekkingu og verðmæti starfsfólks
Íris Sigtryggsdóttir, Advania

12:40   Fræðsla fyrir þig – þegar þú vilt – tækifæri og áskoranir við innleiðingu á rafrænni fræðslugátt fyrir starfsfólk og stjórnendur
Á síðustu árum hefur fræðsla í fyrirtækjum verið að færast meira og meira yfir í rafræna fræðslu í stað hefðbundinnar fræðslu í skólastofu. Með rafrænni fræðslu getur þú fengið þá fræðslu sem þú þarft þegar þú vilt. Landsvirkjun hefur nýlega innleitt rafræna fræðslugátt og mun Hildur segja okkur frá þeim tækifærum sem þau sjá í þessari nýju lausn ásamt því að fjalla um þær áskoranir sem því fylgi
Hildur Jóna Bergþórsdóttir, Landsvirkjun

13:00   Forystunám
Farið verður stuttlega yfir forystunám Reykjavíkurborgar og stefnumiðaða fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir, Reykjavíkurborg

13:20   Háskólar og iðnbyltingar: áskoranir fyrr og nú
Háskólar þurfa að þróast í takt við samfélagið sem þeir þjóna. Það er fyrirsjáanlegt að fjórða iðnbyltingin, sem er rétt handan við hornið, komi til með að hafa veruleg áhrif á uppbyggingu háskólamenntunar og háskólanám í framtíðinni. Í þessu erindi verður fjallað um samspil fyrri iðnbyltinga og háskólamenntunar ásamt þeim áskorunum sem háskólar standa frammi fyrir í dag ef áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag verða í samræmi við spár.
Yngvi Björnsson, Háskólinn í Reykjavík

13:40   Nýtt í dag og úrelt á morgun – hvernig verða námskeið EHÍ í upplýsingatækni til?
Hvernig eru námskeið byggð upp fyrir geira sem tekur örari breytingum frá degi til dags en nokkur annar bransi og samkeppnin er hörð? Er hægt að bjóða upp á námskeið í forritunarmáli sem er kannski nýtt í dag en úrelt á morgun? Hvernig getur upplýsingatæknigeirinn stuðlað að enn markvissara framboði hjá EHÍ?
Hugrún Geirsdóttir, Endurmenntun HÍ

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Ólafur Sólimann Helgason, Reykjavíkurborg


20190410 130111
20190410 130128
20190410 130135
20190410 130158
20190410 130202
20190410 132620
20190410 132626

  • 10. apríl 2019