Skip to main content

Nýjungar í stafrænni opinberri þjónustu

 

Nýjungar í stafrænni opinberri þjónustu

Verð
Félagsmenn Ský:    6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Stökkar kjúklingasneiðar með bökuðu kartöflusmælki, bökuðu grænmeti og pestó sósu.
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Á fundinum verður stafræn vegferð hins opinbera til umfjöllunar. Rætt verður um hvað stafræn vegferð þýðir fyrir opinberar stofnanir. Kynnt verður aðferðafræði við gerð stafrænna lausna og vefur kynntur þar sem hægt er að nálgast upplýsingar er snýr að stafrænni vegferð hins opinbera.  Staða þriggja stafrænna verkefna verður kynnt og rætt um lögfræðilega annmarka við gerð stafrænna lausna.

Þessi dagskrá ætti að vekja athygli allra þeirra sem hafa áhuga á eða hagsmuna að gæta varðandi stafræna þróun og þjónustu hins opinbera.

DAGSKRÁ:

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Hvað þýðir stafræn vegferð fyrir opinberar stofnanir?
Hvaða áhrif hefur stafræn vegferð á starfsfólk, hæfni, skipulag, þjónustu og fjármál.
Huginn Freyr Þorsteinsson, Aton

12:40   Hvernig er unnið að stafrænum lausnum?
Kynning á aðferðafræði sem reynst hefur vel í þróun stafrænna lausna, hvað má vinna með því að spyrja notendur álits snemma í ferlinu, og hvernig þverfagleg stafræn teymi líta út.
Berglind Ragnarsdóttir, stafrænt Ísland  

12:55 Saman búum við til stafrænt Ísland
Kynnt verður vefsíðan stafrænt.island.is sem haldin er úti af verkefnastofu um stafrænt Ísland sem starfar þvert á hið opinbera. Vefsíðan veitir upplýsingar um aðferðir og leiðir við að búa til stafrænar lausnir til að auka skilvirkni í samskiptum einstaklinga og fyrirtækja við hið opinbera.
Jónatan Arnar Örlygsson, stafrænt Ísland

13:10 Kynningar á stafrænum verkefnum þriggja stofnana ríkisins

             Réttarvörslugátt
             Brynhildur Þorgeirsdóttir, Dómsmálaráðuneytinu

             Fæðingarorlofssjóður
             Unnur Sverrisdóttir, Vinnumálastofnun

             Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna
             Halla Björg Þórhallsdóttir, Embætti Landlæknis

13:40  Lögfræðilegar áskoranir í stafrænni vegferð
Fjallað verður um lögfræðilegar áskoranir í stafrænni vegferð hins opinbera. Sérstaklega verður fjallað um áhrif eIDAS reglugerðarinnar m.t.t. rafrænna traustþjónustna eins og rafrænna undirskrifta og innsigla.
Margrét Anna Einarsdóttir, Justikal

14:00    Fundarslit

Fundarstjóri:  Fjóla María Ágústsdóttir, Stafrænt Ísland


20190604 140549
20190604 140550
20190604 140552
20190604 140554

  • 4. júní 2019