Skip to main content

SkyMWC

Hádegisfundur á Grand hóteli 6. mars  kl. 12-14
“5G á Mobile World Congress, Barcelona”

Twitter: @SkyIceland #SkyMWC2019

Mobile World Congress er stærsta sýning í heiminum á sviði farneta, vissulega er margt annað í boði á sýningunni en fyrst og fremst er MWC farnetssýning. Saman koma helstu framleiðendur á sviði innviðabúnaðar, handtækja og handhafar höfundaréttar um allan heim til að sýna fjarskiptafyrirtækjum allt það nýjasta í heimi fjarskipta. Á sýninguna mæta síðan rúmlega 100.000 gestir. Í ár var hún haldin dagana 25 - 28. febrúar. Mikið af þeim orðum sem hafa ratað inní tungumálið undanfarin misseri fóru á flug á fyrri MWC sýningum. Það er því ljóst að MWC í Barcelona mótar framtíð fjarskipta bæði í náinni og fjarlægri framtíð.

Ský hefur vanalega fengið nokkra aðila sem fóru á sýninguna til að segja okkur frá því fyrir augu bar, en að þessu sinni höfum við fengið aðila frá Ericsson og Nokia, fyrirtæki sem leggja mikið af mörkum til sýningarinnar, til að koma og segja okkur frá því helsta.

Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á fjarskiptum og farnetstækni.

Dagskrá:

11:50-12:05       Afhending gagna

12:05-12:20      Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:55      Connecting industries, cities and consumers
Unleashing the full potential of 5G to address the needs of consumers, industry and cities. Creating new value, by moving beyond pure connectivity to services that deliver transformational benefits for society.
Jason Elliot, Head of 5G market Development, Nokia

12:55-13:30      Ericsson vision for 5G
The main difference with 5G compared with previous generations is that it is use-case driven. 5G is relevant for both consumers and industries and we estimate that there will be 1 Billion 5G subscription for the eMBB use case in 2023. 5G will reinforce people’s digital life. Along with more advanced devices and technologies like AR and VR, 5G will accelerate the development of new consumer experiences in new places. For service providers, 5G can be a game changer, providing new tools for service creation and revenue generation in new segments such as industries. 
Hanna Maurer Sibley, Head of networks pre-sales Northern and Central Europe Ericsson

13:30-13:50     Pallborð með stuttri framsögu um 5G og MWC
Sæmundur E. Þorsteinsson, Lektor Háskóli Íslands og Guðmundur Hafsteinsson, Project lead Google Assistant, Google og formaður stýrihóps um nýsköpunarstefnu fyrir Ísland

14:00                 Fundarslit

Fundarstjóri: Kjartan Briem, Sýn

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um fjarskiptamál

Matseðill: Kryddhjúpað lamb með basil sósu, nýpukartöflumús og bökuðu rótargrænmeti. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir Ský félaga:    6.400 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélaga: 10.500 kr.


20190306 122646
20190306 122652
20190306 122658
20190306 125534
20190306 125545
20190306 125606
20190306 125611
20190306 125825
20190306 133330
20190306 133803
20190306 140221
20190306 140230

  • 6. mars 2019