Skip to main content

Aðgengi vefja - Engar hindranir

 

Aðgengi vefja - Engar hindranir

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Þakkargjörðarkalkúnn. Sætindi / kaffi /te á eftir.
 

20191125 fyrirlesarar

Flestir sem koma að vefmálum vita orðið að gott aðgengi allra að vefjum og þjónustu á netinu skiptir miklu máli. Vefhönnuðir, forritarar, vefstjórar og aðrir sem sinna vefmálum leitast þannig við að sjá til þess að engar hindranir séu í vegi notenda. Ávinningur af því að aðgengi sé gott og „rétt“ hjálpar ekki aðeins notendum heldur bætir einnig leitarvélabestun og virkni vefja.

Á fundinum verður fjallað um aðgengismál vefja út frá nokkrum mismunandi sjónarhornum. Tekin verða dæmi um mikilvægi góðs aðgengis og þær hindranir sem t.d. fólk með fötlun stendur frammi fyrir. Þá munu forritarar og hönnuður fjalla um þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir við að uppfylla kröfur um aðgengi.

Um næstu áramót tekur gildi EES-tilskipun sem leggur þá skyldu á herðar stjórnvöldum að fylgjast reglulega með því að bæði opinberir og einkaaðilar uppfylli kröfur um aðgengi allra að vefjum.

Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem koma að vefmálum með einhverjum hætti, forriturum, hönnuðum, verkefnastjórum, stjórnendum, markaðsfólki svo eitthvað sé nefnt. Einnig fróðlegt fyrir þá sem láta sig aðgengi almennt skipta máli.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Af hverju aðgengi og fyrir hverja?
Farið yfir mismunandi hópa og hvaða þarfir þeir hafa fyrir aðgengi. Einnig skoðað hvaða gagn aukið aðgengi gerir frá ýmsum sjónarhornum.
Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi, Blindrafélag Íslands

12:40   Skin og skúrir í þróun aðgengismála á Íslandi síðustu 15 árin
Fjallað verður um þróun aðgengismála á Íslandi síðustu 15 árin, hvar eru „gloppur” og hvar stöndum við upp úr.
Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á Netinu, Sjá

13:00   Aðgengismál frá sjónarhóli hönnuðar
Farið yfir helstu áskoranir og hvað ber að hafa í huga þegar farið er af stað í hönnun á vefsíðum og/eða stafrænum vörum og hvaða áhrif það getur haft á notendur ef aðgengismál eru ekki í lagi.
Keli Bjarnason, vefhönnuður, Hugsmiðjan

13:20   Aðgengilegir vefir: hvað þarf að hafa í huga?
Aðgengismál frá sjónarhorni forritara með áherslu á hvað vefstjórar þurfa að hafa í huga til að vefir þeirra séu aðgengilegir öllum.
Berglind Ómarsdóttir og Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir, forritarar, Advania

13:40   Eftirlit opinberra aðila með aðgengi vefja
Frá 2005 til 2017 voru gerðar úttektir á opinberum vefjum, m.a. á aðgengi. Um næstu áramót verður hér á landi innleidd EES tilskipun sem kveður á um að gerðar séu reglulegar úttektir á aðgengi vefja.
Björn Sigurðsson, vefstjóri, Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins

13:50   Spurningar / umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Jón Þór Víglundsson, fjölmiðlafulltrúi, ÖBÍ


20191127 121107
20191127 121131
20191127 121133
20191127 121135
20191127 121153
20191127 121227
20191127 121231
20191127 121250
20191127 121255

  • 27. nóvember 2019