Aukinn hraði stafrænnar þróunar hins opinbera

- FJARRÁÐSTEFNA -

Aukinn hraði stafrænnar þróunar hins opinbera

 27. maí 2020 kl. 12:00 - 13:00+  ical icon  google cal icon

Verð - Frítt fyrir alla

 

Efni ráðstefnunnar er í takt við þá hröðu innleiðingu á stafrænum lausnum sem nú er í gangi á tímum Covid-19. Margar af þessum lausnum voru þegar tilbúnar á meðan aðrar voru aðlagaðar hratt þannig að hægt væri að nota þær nú þegar allir fóru að nýta tæknina og tóku stórt stökk  inn í heim stafrænna lausna.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Stafræn vegferð hins opinbera
Andri fer yfir framtíðarsýn Stafræns Íslands og framþróun stafrænnar opinberrar þjónustu með þróun á opnum hugbúnaði í samstarfi við atvinnulífið.
Andri Heiðar Kristinsson, Stafrænt Ísland

12:15   Fjármál á Ísland.is
Vilhjálmur mun fara yfir stafrænar lausnir sem Fjársýslan hefur verið að þróa með Stafrænt Ísland. Hann mun fara yfir innleiðingu á útsendum reikningum, fjármál á Ísland.is og nýjar greiðslugáttir.
Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson, Fjársýsla ríkisins

12:30   Um stafræna vegferð Landspítala á Covid tímanum
Björn segir frá stafrænum verkefnum sem Landspítali hefur unnið að á sl. mánuðum. Innleiðingu á Office og þróun apps fyrir sjálfsþjónustu sjúklinga og fjarheilbrigðisþjónustu sem þeir unnu með SideKickHealth.
Björn Jónsson, Landspítali

12:45  Smáforritið Rakning C-19
Ægir fjallar um ferlið við þróun á rakningarappinu fyrir Embætti landlæknis og samstarf ólíkra fyrirtækja sem saman þróuðu smáforritið á mettíma.
Ægir Giraldo Þorsteinsson, Aranja

13:00+   Fundarslit

Fundarstjóri: Fjóla María Ágústsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga

  • 27. maí 2020

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is