Skip to main content

Hraðaaukning í stafrænni þróun hins opinbera

Hraðaaukning í stafrænni þróun hins opinbera

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Hið opinbera er á fleygiferð í stafrænni þróun og áhersla og fjármagn hefur verið sett í miklu meira mæli í þessa vegferð. Stafrænt Ísland með vefsíðunni Island.is vinnur að því að bæta aðgengi íbúa að upplýsingum og þjónustu með áherslu á sjálfsafgreiðslulausnir. Reykjavíkurborg og margar ríkisstofnanir leggja gríðarlega mikla áherslu á þessi mál og er hið opinbera byrja að róa í sömu átt til að koma stafrænni þjónustu hins opinbera á hærra plan.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Fundur settur

12:01   Fæðingarorlof á netinu
Verkefnasaga stafrænnar umsóknar um fæðingarorlof. Ferillinn frá vinnustofu til útgáfu og þær áskoranir sem þurfti að yfirstíga. Stafræn umsókn um fæðingarorlof er fyrsta opinbera umsóknin þar sem nokkrir hagsmunaaðilar koma að sömu umsókn. Umsóknin er grunnur sem fjöldi stofnanna mun geta nýtt sér til framtíðar þar sem hún er smíðuð í nýju tækniumhverfi Ísland.is í opnum hugbúnaði.
Vésteinn Viðarsson, Stafrænt Ísland

12:15   Þverfagleg stafræn teymi í Seðlabanka Íslands
Reynslusaga af stofnun, skipulagi, samvinnu og árangri stafræns þverfaglegs „ofurteymis“ í Seðlabanka Íslands sem stofnað var í fyrstu bylgju Covid-19 í apríl 2020.
Bjarni Þór Gíslason, Seðlabanki Íslands

12:30   Gróðurhúsið
Gróðurhúsið eru vinnustofur fyrir teymi innan Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á þjónustuhönnun og unnið með notendaviðtöl, gerð frumgerða og nýja nálgun í teymisvinnu. Teymi koma inn með áskoranir sem þau leysa með ofantöldum nálgunum til að bæta líf borgarbúa.
Andri Geirsson og Björk Brynjarsdóttir, Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar

12:45   Þjóðskjalasafn og opinberir aðilar, staðan í dag og stefnan til framtíðar
Lagaskylda og regluverk um varðveislu rafrænna gagna afhendingarskyldra aðila, staðan í dag og stefnan til framtíðar.
Njörður Sigurðsson, Þjóðskjalasafn

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Vigdís Jóhannsdóttir hjá Stafrænu Íslandi

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.



  • 13. janúar 2021