Skip to main content

Heilbrigðisráðstefnan - Nýsköpunarlanghlaupið - komumst við í mark?

Heilbrigðisráðstefnan
Nýsköpunarlanghlaupið - komumst við í mark?

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Sl. haust fjölluðum við um grasrótina og hvernig nýsköpunarverkefni ná flugi. Nú beinum við sjónum að því hvað þarf til svo að verkefnin vaxi og dafni og öðlist sjálfstætt líf. Hvernig breytum við hugmynd í vöru og almennan rekstur? Hversu langan tíma tekur það og munum við komast í mark? Er til einhver töfraformúla?

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Fundur settur

12:05   Upplýsingatækni og Covid
Farið verður yfir helstu upplýsingatækniverkefnin sem Embætti Landlæknis ýtti úr vör í Covid og hvert framhald þeirra verður.
Ingi Steinar Ingason, verkefnastjóri rafrænna heilbrigðislausna, Embætti Landlæknis

12:20   Mat á nýsköpunarverkefnum - eftir hverju er leitað?
Fjallað verður um matsferli Tækniþróunarsjóðs og til hvaða þátta er helst litið þegar farið er yfir umsóknir.
Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði Rannís

12:35   Smáforrit fyrir innlagða sjúklinga - skjólstæðingurinn í öndvegi
Verkefnið snýst um að gera sjúklingum Landspítalans kleift að nálgast upplýsingar um innlögn þeirra og komu á spítalann í gegnum app. Tilgangurinn er meðal annars sá að sjúklingurinn hafi upplýsingar um stöðu sína og viti hvað framundan er á meðan dvöl hans á spítalanum stendur.
Adeline Tracz, verkefnastjóri hjá Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala / Advania

12:50   Opnað fyrir spurningar og umræður

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Daníel Karl Ásgeirsson, Landspítali

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.



  • 24. febrúar 2021