Heitustu tölvumálin framundan

Heitustu tölvumálin framundan

Verð
Félagsmenn Ský:    6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 5.000 kr.

Matseðill
Pönnusteiktur Þorskur með blönduðu grænu grænmeti, soðnum kartöflum og hollandes sósu
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

fyrirlesarar1

Vetrardagskrá Ský hefst með fróðlegum hádegisfundi um nokkur af heitustu tölvumálunum framundan svo sem hvernig  vinnustaðir eru að þróast, hvað er að gerast í persónuverndargeiranum ásamt því að fara yfir öryggi stafrænna lausna.  Að lokum heyrum við um notkun gervigreindar í heilbrigðisgeiranum.

Fundurinn er fyrir alla sem vinna við eða hafa áhuga á tæknigeiranum - og auðvitað alla sem vilja fræðast um hvað verður áberandi í tölvumálunum í vetur.  Og svo er þetta einnig kjörið tækifæri til að heilsa uppá vini og kunningja í tengslaneti Ský. 

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Völundarhús tækifæra
Í erindi sínu mun Herdís koma stuttlega inn á niðurstöður nýlegrar íslenskrar rannsóknar um þróun og breytingar á vinnumarkaði – munum við í framtíðinni öll geta unnið þar sem við viljum, þegar við viljum og með þeim sem við viljum?
Herdís Pála Pálsdóttir, Deloitte

12:40   Heitustu persónuverndamálin framundan
Það er alltaf nóg um að vera í persónuverndarheiminum, allt frá nýrri Evrópulöggjöf um gervigreind yfir í gerð leiðbeininga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, enda kemur persónuvernd við sögu nánast í öllum geirum samfélagsins. Í fyrirlestrinum ætlar Vigdís að stikla á stóru yfir það helsta sem er framundan á sviði persónuverndar í vetur.  
Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd

13:00   Notkun gervigreindar í COVID19 eftirliti
Landspítalinn hefur notað Heilsugátt til að hafa eftirlit með þúsundum sjúklinga með COVID19 smit. Gervigreind er notuð til að flokka og greina mikið magn gagna svo hægt sé  að færa sjúklinga fljótt í hendur eftirlitsaðila og til að fækka innlögnum. 
Karl Thoroddsen og Elías Sæbjörn Eyþórsson, Landspítalanum

13:20   Kökuskírteini: Rafræn umbylting og mikilvægi öryggis
Í fyrirlestrinum verður farið yfir þá tækni sem liggur að baki rafrænum ökuskírteinum, sérstaklega með tilliti til öryggis og fölsunar.  Kynnt verða til sögunnar ný tegund skírteina, Kökuskírteini, sem fundagestum verður boðið að sækja.
Hjalti Magnússon, Syndis

13:50   Spurningar og umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Kristjana Björk Barðdal, stjórn Ský og þjónustu- og nýsköpunarsviði  Reykjavíkurborgar

  • 01. september 2021

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is