Skip to main content

Hvað getum við gert við öll þessi gögn?

Hvað getum við gert við öll þessi gögn?

24. nóvember 2021         kl. 12:00 - 13:30

Verð
Félagsmenn Ský:     2.500 kr.
Utanfélagsmenn:    5.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 2.500 kr.
 

fyrirlesarar

Gögn eru alls staðar og stundum er talað um að fyrirtæki og stofnanir séu að drukkna í gögnum. Þá má spyrja sig að því hvað er hægt að gera við öll þessi gögn og hvað má eiginlega gera við þau? Á fundinum verður farið yfir þessi mál út frá mismunandi sjónarhornum. Háskólinn í Reykjavík og Lucinity fara yfir hvernig gögn nýtast í verkefnum í máltækni og til þess að berjast gegn peningaþvætti. Þá mun forstjóri Persónuverndar fara yfir persónuverndarsjónarmið við hagnýtingu gagna og fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir skýjastefnu og aðgerðaáætlun - á ríkið erindi í skýið?

Í lokin munu fyrirlesarar koma saman í pallborði til þess að ræða mögulegar leiðir í hagnýtingu gagna og fundargestum gefst tækifæri til þess að spyrja.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst

12:00   Hagnýting gagna hjá Lucinity - gagnavísindi í baráttunni gegn peningaþvætti
Tvær trilljónir dollara eru þvættaðar í gegnum fjármálakerfið á ári hverju. Talið er að einungis 1% af þessum gjörningum upplýsist á hverjum tíma. Peningaþvætti hefur mjög neikvæð áhrif á fjármálakerfi samfélagsins, fjármagnar glæpastarfsemi og heftir frjálsa samkeppni. Lucinity hefur þróað lausn sem notfærir sér gagnavísindi og gagnvirka framsetningu gagna í notendamiðuðu hugbúnaðarumhverfi til að stemma stigu við peningaþvætti. Með þessu hyggst Lucinity skapa betra og traustara umhverfi fyrir einstaklinga, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki á alþjóðavísu.
Óli Páll Geirsson, VP of Data Science hjá Lucinity

12:20   Raddgögn: tegundir, öflun og notagildi
Það er mikið um að vera í máltækni á Íslandi um þessar mundir. Gunnar Thor Örnólfsson, sérfræðingur í máltækni hjá Háskólanum í Reykjavík fer yfir það hvers konar raddgögn nýtast í hvaða verkefni, ræðir þau gagnasöfnunarátök sem hafa verið í gangi á sviði máltækni og snertir á nokkrum verkefnum sem nýta þessi gögn.
Gunnar Thor Örnólfsson, sérfræðingur í máltækni hjá Háskólanum í Reykjavík

12:40   Á ríkið erindi í skýið?
Skýjastefna ríkisins hefur verið í samráði undanfarið. Við fáum innsýn í aðgerðaáætlun vegna stefnunnar og hvernig gagna flokkun og gagnastefna er nauðsynleg forsenda hagnýtingar gagna hjá ríkinu.
Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu

13:00   Persónuvernd – hvað má og hvað má ekki?
Oft er talað um hversu hamlandi persónuverndin er við hagnýtingu gagna en er það virkilega svo? Forstjóri Persónuverndar mun fara yfir þessi mál og skýra hvað má og hvað ekki þegar kemur að persónuvernd og gögnum.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar

13:20   Spurningar og svör

13:30   Fundarslit

Fundarstjóri: Kristjana Björk Barðdal


20211124 132433

  • 24. nóvember 2021