Skip to main content

Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar

fyrirlesarar

Hvernig gerum við gögn að upplýsingum? Hvernig hagnýtum við upplýsingar þannig að við fáum betri innsýn og tökum betri ákvarðanir. Við fjöllum um það á þessum fundi.

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Landupplýsingar fyrir ákvarðanatöku
Eitt af hlutverkum Landmælinga Íslands er að innleiða lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Opið aðgengi að landupplýsingum er orðið nokkuð gott, en enn er talsvert um að opinberir aðilar uppfylli ekki markmið laganna. Landmælingar Íslands eru að vinna að þemavefsjám sem halda utan um landupplýsingar og tengjast þær málefnum hvers ráðuneytis til þess að styðja við ákvarðanatöku með gögnum.
Ásta Kristín Óladóttir, Landmælingar Íslands

12:40   Hvernig hámörkum við virði og notagildi opinna gagna?
Samantekt á því sem eigendur gagna geta - með réttri staðlanotkun og nýtingu bestu aðferða - auðveldlega gert til að hámarka virði þeirra og einfalda alla hagnýtingu.
Stefán Baxter, Snjallgögn

13:00   How do we operationalize data science to fight financial crime?
Tvær trilljónir dollara eru þvættaðar í gegnum fjármálakerfið á ári hverju. Talið er að einungis 1% af þessum gjörningum upplýsist á hverjum tíma. Peningaþvætti hefur afar neikvæð áhrif á fjármálakerfi samfélagsins, fjármagnar glæpastarfsemi og heftir frjálsa samkeppni. Í erindinu verður farið yfir uppbyggingu gagnavísindainnaviða til að greina gögn fjármálafyrirtækja og hvernig það nýtist þeim í baráttunni við peningaþvætti
Óli Páll Geirsson, Lucinity

13:20   Úr innanhús hýsingu í skýið, BI og gagnadrifnar ákvarðanir
Farið yfir BI umbreytingarverkefni hjá Símanum. Fjallað verður um skýjavæðingu BI umhverfisins og áskoranir sem henni fylgja. Við förum í grófum dráttum yfir hönnun á gagnaumhverfi Símans og vinnuferla því tengdu. Einnig verður lauslega fjallað um gagnadrifnar rekstrarákvarðanir.
Júlíus Pétur Guðjohnsen, Síminn

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Birna Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun


20220330 130427
20220330 130453
20220330 130515
20220330 130522
20220330 130532
20220330 130629
20220330 140427
20220330 140432

  • Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
    Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Kjúklingabringa með léttsteiktu grænmeti, spínati, sesamsósu og hrísgrjónum
    Kaffi/te og sætindi á eftir