Skip to main content

Hagnýting gagna

fyrirlesarar

Á fundinum verður fjallað um hvernig stutt er við hagnýtingu gagna, einkum opin gögn ríkisins. Um leið og tækifærin eru mörg eru áskoranir í högun og miðlun gagna til staðar. Efni fundarins er fyrir alla sem vinna með úrvinnslu, miðlun og framsetningu gagna.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Öryggisflokkun gagna ríkisins
Öryggisflokkar gagna (Data Security Classification) taka til allra gagna sem ríkisaðilar safna, vista, vinna með, búa til og gera aðgengileg. Að flokka gögn í öryggisflokka helst þétt í hendur við aukna hagnýtingu upplýsingatækni, vistun, vinnslu og deilingu gagna. Farið verður yfir helstu forsendur flokkunarinnar og veitt innsýn í hvernig hún styður við stafræna umbreytingu ríkisins, s.s. í gegnum aukna notkun skýjaþjónusta.
Einar Gunnar Thoroddsen, fjármála- og efnahagsráðuneytið

12:40   Hagstofan sem gagnamiðlari – hvað getur Hagstofan gert til að styðja við samkeppnishæfni Íslands
Farið verður yfir tækifæri og áskoranir við að opna aðgengi að gögnum ríkisins. Sérstaklega verður horft til þess hvernig aukið aðgengi og endurnýjun að gögnum ríkisins getur skapað umhverfi fyrir gagnadrifna nýsköpun.
Arndís Vilhjálmsdóttir, Hagstofa Íslands

13:00   Mikilvægi gagna við ákvörðunartöku í hröðu umhverfi flugfélags
Að stofna flugfélag á óvissutímum COVID var mikil áskorun og þurfti að breyta aðferðafræði töluvert til að komast á þann stað sem PLAY er í dag.Mikilvægi gagna og gott aðgengi gagna var því í forgang hjá PLAY til að eiga auðveldara með að taka bestu ákvarðanirnar hratt og örugglega í hröðu umhverfi flugfélaga.
Sonja Arnórsdóttir, Play

13:20   Dating as a Service (DaaS)
Real world application of data, tools and best practices to innovate and disrupt the Dating App sector. We will cover the evolution of Smitten’s data stack, using data to identify actionable improvements, and how we continually optimize our matching algorithm to compete in this multi-billion dollar industry. (Presentation in English)
Kyle Smith, Smitten

13:40   Hagnýting fyrirtækjagagna
Fjallað verður mikilvægi þess að fyrirtækjagögn séu áreiðanleg og sýnt með dæmum hvernig þau eru nýtt í hagnýtu skyni.
Gunnar Gunnarsson, Creditinfo

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Hlynur Hallgrímsson, Reykjavíkurborg


20220914 121020
20220914 121056
20220914 121111
20220914 121121
20220914 121125
20220914 121137
20220914 121143
20220914 121200
20220914 121213
20220914 121228
20220914 121242
20220914 121258

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Sítruslegin langa með sellerírótar kartöflumús og hvítvínssósu
    Kaffi/te og sætindi á eftir