Skip to main content

Heitustu tölvumálin framundan

fyrirlesarar

Á viðburðinum verður fjallað um hver heitustu tölvumálin eru framundan. Fyrirlesarar munu velta upp hvað við munum sjá í tæknigeiranum næstu ár, hvernig mannauðurinn þarf að þróast samhliða þeim framsæknu lausnum sem fyrirtæki eru að innleiða í hinum fjölmörgu geirum

Fundurinn er fyrir alla sem vinna við eða hafa áhuga tæknigeiranum - og auðvitað alla sem vilja fræðast um hvað verður áberandi í tölvumálunum í vetur. Og svo er þetta einnig kjörið tækifæri til að heilsa uppá vini og kunningja í tengslaneti Ský.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Er 5. iðnbyltingin að hefjast?
4. iðnbyltingin er á fleygiferð, en er 5. iðnbyltingin að skella á okkur líka? Hvað einkennir 5. iðnbyltinguna og hvað mun hún kallast?
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Itera

12:40   Stafræn vegferð Marel
Erum við að umbreyta matvælaframleiðslu með nýjum skýjalausnum?
Aðalheiður Guðjónsdóttir, Marel

13:00  Vangaveltur um tækniframfarir næstu áratuga
Almennar vangaveltur um tækniframfarir og lífið á næstu áratugum. Látum hugan reika um líklegar þróanir og mögulegar nýjungar sem gætu umbreytt heiminum.
Stefán Gunnlaugur Jónsson, Háskólinn í Reykjavík

13:20   Er tölvugeirinn nógu fjölbreyttur?
Rýnt í tölfræði og kynnt til sögunnar alþjóðlegt tól sem tækifæri fyrir fyrirtæki, stofnanir, skóla og fleiri til að skuldbinda sig og styðja við aukinn hlut kvenna og ungs fólks í tæknistörfum.
Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský

13:30   Pallborðsumræður
Vörpum upp og ræðum hvaða tölvumál verða í brennidepli á næstunni. Förum yfir hvernig tæknigeirinn hefur verið síðustu 10 ár og spekúlerum svo hvernig hann mun þróast. Hvaða trend munum við sjá á næstu árum, hvernig munu mannauðsmál þróast, hvernig tekist verður á við hinar margslungnu áskoranir sem við stöndum fyrir á borð við loftslagsvánna, sveigjanlegri vinnutíma, fólksfjölgun og ákall um fjölbreyttari mannauð. 
Sverrir Norland, rithöfundur, fjölmiðlamaður og fyrirlesari
María Dís Gunnarsdóttir, OK

Finnur Pálmi Magnússon, Gangverk

Pallborðsstjóri: Kristjana Björk Barðdal, Reykjavíkurborg

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Jón Ingi Sveinbjörnsson, DMM lausnir

Undirbúningsnefnd: Stjórn Ský

20220928 121213
20220928 121312
20220928 121324
20220928 121332
20220928 121342
20220928 121352
20220928 121408
20220928 121418
20220928 121430
20220928 121437
20220928 122054
20220928 122714
20220928 122726
20220928 124200
20220928 125332
20220928 125604
20220928 125628
20220928 131738
20220928 133332
20220928 133512

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Bláberjalegið lambalæri, blandað grænmeti, kartöflubátar og rósmarín
    Kaffi/te og sætindi á eftir