Skip to main content

Sjálfvirknivæðing í heilbrigðisþjónustu

fyrirlesarar

Hefur óskin „Æ, getur ekki einhver annar gert þetta?“ loksins ræst? Hvernig gengur okkur að nýta tæknina til að útrýma tímafrekum og handvirkum ferlum og hver eru næstu skref í sjálfvirknivæðingu? Hvað höfum við lært fram að þessu og hvað ber að varast? Fyrirlesarar dagsins fjalla um áhugaverð og raunhæf verkefni sem eru vel á veg komin.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Heilsutækniklasinn
Heilsutækniklasinn er samstarfsvettvangur heilsu og líftæknifyrirtækja og stofnanna innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Tilgangur og markmið Heilsutækniklasans er að lyfta umræðu um greinina á yfirborðið og ýta undir almennari vitneskju fólks um tilvist heilsu og líftæknifyrirtækja á Íslandi. Auka nýsköpun í heilsu og líftækni, fjölga innleiddum þjónustumiðuðum persónulegum lausnum fyrir skjólstæðinga með skilvirkni og hagkvæmni kerfisins í huga. Fjölga þeim aðilum sem starfa við nýsköpum í greininni og auka alþjóðasamstarf.
Freyr Hólm Ketilsson, Heilsutækniklasinn

12:30   Heilsueflandi móttökur í heilsugæslu – þjónusta við aldraða og fólk með langvinnan heilsuvanda
Samræmd, þverfagleg og framvirk þjónusta í heilsugæslu á landsvísu fyrir aldraða og einstaklinga með langvinnan heilsuvanda. Horft verður til skipulags þjónustunnar, stuðnings við ákvarðanir í áætlun/meðferð skjólstæðinga auk þátta sem stuðla að því að skjólstæðingurinn taki málin í sínar eigin hendur. Hvernig styður upplýsingatækni og rafrænar lausnir við verklagið? Aukin gæði  í þjónustunni! 
Jórlaug Heimisdóttir, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

12:50   HeilbrigðisTal
Tölum um þau tækifæri sem eru á næsta leiti fyrir íslenska heilbrigðisgeirann að nýta máltækni í sinni starfsemi.
Eydís Huld Magnúsdóttir, Tiro

13:10   Sjálfvirknivæðing í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Með hækkandi meðalaldri þjóðar og hlutfallslega fækkandi heilbrigðisstarfsfólki eykst þjónustuþörf og augljóst er að grípa verði til ráðstafana. Reykjavíkurborg setti á laggirnar Velferðartæknismiðju árið 2018 til þess að sjá um prófanir og innleiðingu á tæknilausnum til að styðja við þjónustu heimaþjónustunnar, sem eina leið til að bregðast við aukinni þjónustuþörf. Lyfjaskammtarar eru ein þessara tæknilausna og hafa þeir hafa verið í prófunum undanfarna mánuði.
Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar

13:30   Stafræn vegferð HSN
HSN er dreifstýrð stofnun á öllu Norðurlandi. Því höfum við stjórnendur ákveðið að veðja á stafræna þróun. Hluti af þeirri þróun er að færa ýmis verk í stafræna vinnslur og um leið að einfalda ferla, staðla og auka gæði gagna. Stofnunin hefur nú þegar útbúið talsvert af ferlum og er með marga aðra á teikniborðinu. Margir ferlar gagnast öðrum stofnunum ríkisins beint með smávægilegri aðlögun.
Þórhallur Harðarson, fjármála- og stoðsvið HSN

13:50   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Freyr Hólm Ketilsson, Heilsutækniklasinn


20221005 121041
20221005 121335
20221005 121346
20221005 121357
20221005 121407
20221005 121420
20221005 121455
20221005 121505
20221005 121516
20221005 121529
20221005 123103
20221005 124642
20221005 124825
20221005 130807
20221005 131744
20221005 131748
20221005 132155

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Bakaður þorskur með kryddskel, blönduðu grænmeti, kartöflusmælki og hvítvínssósu
    Kaffi/te og sætindi á eftir