Skip to main content

Áskoranir í stafrænni þjónustu

fyrirlesarar

Á síðustu árum hefur hið opinbera og fyrirtæki lagt áherslu á stafræn samskipti og þjónustu og á sama tíma hefur almenningur í vaxandi mæli kallað eftir að geta notað stafrænar leiðir við að nýta sér þjónustu í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir. En hvernig gengur þetta? Eru fyrirtæki, stofnanir og almenningur í stakk búin til að tileinka sér stafræna þjónustu og samskiptaleiðir? Hverjar eru helstu áskoranirnar fyrir þjónustuveitendur, starfsfólkið og fólkið sem nýtir sér þjónustuna? Þessum spurningum og fleirum munum við velta fyrir okkur á sameiginlegum hádegisfundi faghóps um rafræna opinbera þjónustu og faghóps um vefstjórnun.

Dagskrá:

11:55   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Er öll þjónusta stafræn þjónusta?
Samkvæmt Stafrænni stefnu hins opinbera er stefnt að stafræn samskipti verði megin samskiptaleiðin við alla landsmenn. Stafrænu samskiptunum er ætlað að bæta þjónustu við almenning og fyrirtæki. En hvernig er þetta að ganga? Hvaða lausnir eru í boði? Hvernig hefur sívaxandi vefur Ísland.is stutt við stafræna þjónustu stofnana?
Fríða Rut Hallgrímsdóttir, Stafrænt Ísland

12:40   Stafræn hæfni, hvernig er staðan?
Við fögnum því þegar fyrirtæki ákveðna að besta ferla, bæta þjónustuna og auka framleiðni sína með því að nýta þá tækni sem til er eða hefja sína stafrænu vegferð. En hver er staðan á stafrænni hæfni starfsfólks og stjórnenda í fyrirtækjum, er þörf að bæta þá hæfni og hvernig er þá best að nálgast það? Í þessum fyrirlestri mun Eva fara yfir hvernig Stafræni hæfniklasinn hefur verið að nálgast svörin við þessum spurningum og fleirum til.
Eva Karen Þórðardóttir, Stafræni hæfnisklasinn

13:00   Persónulegur og stafrænn þjónustubanki - Frá stafrænni umbreytingu yfir í gagnadrifna þjónustu  
Í erindinu verður sagt frá vegferð Íslandsbanka frá stafrænni umbreytingu yfir í gagnadrifna og persónusniðna þjónustu.
Eyrún Huld Harðardóttir og Páll Frímann Árnason, Íslandsbanki

13:20   Hver á að gera það?
Fastir liðir vefstjórans og þau fjölbreyttu verkefni sem rata til hans. Allt frá lítilli frétt til innleiðingar nýrra lausna.
Garðar Rafn Eyjólfsson, Hafnarfjarðarbær

13:40   Pallborðsumræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Þröstur Sigurðsson, Stafræn Reykjavík


20221019 124149
20221019 124202
20221019 124208
20221019 130018
20221019 134548
20221019 134557
20221019 134608
20221019 134629

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Kálfasnitsel með villisveppasósu, stökku kartöflusmælki og blönduðu grænmeti
    Kaffi/te og sætindi á eftir