2020 Lagabreytingar

Tillögur að breytingum á samþykktum faghópa

Lagt er til að í öllum samþykktum hópa verði vísun í reglur um faghópa Ský sem vistaðar eru á vef Ský og teknar út þær greinar sem snúa að þessum almennu reglum s.s. um stjórn, félaga og ársfund.


Reglur Ský um faghópa

Faghópar starfa í samræmi við markmið Ský og einungis félagar geta skráð sig í faghópa félagsins.

Faghópar Ský starfa á afmörkuðum sviðum og skapa félögum vettvang til kynninga, skoðanaskipta og framkvæmda. Félagsmönnum er heimilt að stofna nýja faghópa í samráði við skrifstofu Ský.

Hóparnir starfa sjálfstætt í samstarfi við skrifstofu Ský sem veitir aðgang að margvíslegri sérþekkingu, erlendum tengslum og aðstöðu. Skrifstofa Ský annast m.a. umsýslu viðburða, póstlista, vefsíðu og fleira tengt starfi faghópanna. Þurfi faghópur á fjármunum að halda til ákveðinna verkefna skal þeirra aflað í samráði við skrifstofu Ský.

Aðalfundur Ský er ársfundur allra faghópa. Stjórn faghóps skilar skýrslu um starf sitt til Ský fyrir aðalfund Ský og kynnir þar skýrslu sína fyrir líðandi starfsár.

Breytingar á samþykktum faghópa skulu fylgja sömu reglum og um breytingar á félagssamþykktum Ský.

Stjórn faghóps er kjörin á aðalfundi Ský til eins árs í senn og er skipuð fimm til átta einstaklingum sem útnefna formann innan sinna raða og skipta með sér verkum eftir þörfum. Samsetning stjórnar skal endurspegla sem best fjölbreytni, þekkingu og fagsvið félaga faghópsins. Hlutverk stjórnar er að vinna að markmiðum faghópsins með því að standa fyrir ýmsum viðburðum a.m.k. einum stórum á ári auk minni og óformlegri viðburða ásamt því að skrifa greinar í Tölvumál tengdum málefnum faghópsins.

Félögum er óheimilt að tjá sig á opinberum vettvangi í nafni faghópsins nema með samþykki stjórnar hans.

Faghópum er heimilt að víkja frá þessum reglum ef það er samþykkt á aðalfundi.

 


Yfirlit yfir samþykktir faghópa eftir breytingu:


Fjarskiptahópur, faghópur Ský um fjarskiptamál

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Fjarskiptahópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að breiða út þekkingu á fjarskiptum og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra
 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um fjarskiptamálefni og efla tengsl milli þeirra sem áhuga hafa á sviðinu
 • Að stuðla að góðu siðferði við notkun fjarskipta
 • Að styrkja notkun íslenskrar tungu við umfjöllun um fjarskipti
 • Að koma með tillögur til stjórnar Skýrslutæknifélagsins um stefnumörkun þess á sviði fjarskipta og vera málsvari þess um fjarskiptamálefni
 • Að vinna með fulltrúa félagsins í fjarskiptaráði

 


Fókus, faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Fókus er faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og starfar eftir reglum félagsins um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið Ský og felast m.a. í:

 • Að vekja athygli á hlutverki upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, sérstaklega hvað varðar gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og hagræðingu í rekstri.
 • Að breiða út þekkingu á og stuðla að skynsamlegri notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að auka samstarf og skilning á milli mismunandi hópa fagfólks í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að skapa þverfaglegan vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félaga í hópnum svo og félagsmanna í Skýrslutæknifélagi Íslands.
 • Að koma fram opinberlega fyrir hönd fagfólks í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að styrkja rannsóknir, menntun og þróunarstarf í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.
 • Að stuðla að samstarfi við félög í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum.
 • Að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu.

3. gr.
Faghópurinn stendur m.a. fyrir heilbrigðisráðstefnunni sem haldin er einu sinni á ári.

 


Faghópur Ský um hagnýtingu gagna

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um hagnýtingu gagna er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Áhersla hópsins er á gögn og hagnýtingu þeirra. Með því er átt við öflun gagna, varðveislu þeirra, umsjón, öryggi, úrvinnslu og framsetningu. Markhópurinn er allir þeir sem tengjast umsjón og notkun gagna s.s. eigendur og ábyrgðarfólk gagna, tæknifólk og notendur.

Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í: 

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið hagnýtingu gagna
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli fyrirtækja og einstaklinga
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan geirans sem út fyrir hann
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í hagnýtingu gagna
 • Að stuðla að vandaðri málnotkun

 


Faghópur Ský um hugbúnaðargerð

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Hugbúnaðarhópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið hugbúnaðargerðar.
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli hugbúnaðarfyrirtækja.
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan hugbúnaðargeirans sem út fyrir hann, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnanna.
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í hugbúnaðargerð.
 • Að leitast við að efla notkun íslenskrar tungu við umfjöllun um hugbúnaðargerð.

3. gr.
Faghópurinn stendur m.a. fyrir hugbúnaðarráðstefnunni sem haldin er einu sinni á ári.

 


Faghópur Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um menntun og fræðslumál í tölvugeiranum
 • að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli atvinnulífsins, skóla og stjórnvalda
 • að hvetja til fræðistarfa um UT
 • að efla tengslamyndun jafnt innan fagsins sem út fyrir það, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnana
 • að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í UT-menntun
 • að leitast við að efla notkun íslenskrar tungu við umfjöllun í menntun og fræðslu
 • að auka gæði og framboð í tölvumenntun á öllum skólastigum
 • að auka vitund um hlutverk og nýtingu UT í námi og störfum

 


Faghópur Ský um rafræna opinbera þjónustu

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um rafræna opinbera þjónustu er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast meðal annars í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rafræna opinbera þjónustu.
 • Að auka samvinnu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, í því skyni að stuðla að samræmdu heildarskipulagi í rafrænni þjónustu.
 • Að stuðla að aukinni fræðslu um rafræna þjónustu, möguleika, hagræðingu og framþróun í takt við nýja tíma.

3. gr.
Æskilegt er að ríki, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki eigi fulltrúa í stjórninni í sem jöfnustum hlutföllum.

 


Faghópur Ský um rekstur tölvukerfa

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Faghópur Ský um rekstur tölvukerfa er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið í rekstri tölvukerfa
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan fagsins sem út fyrir það, s.s. skóla og almennra fyrirtækja og stofnanna
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku
 • Að auka gæði í högun, innleiðingum og rekstri
 • Að auka skilning á mikilvægi rekstrar
 • Að auka þekkingu og skilning á vélbúnaði og tækni

 


Vefstjórnunarhópur, faghópur Ský um vefstjórnun

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Vefstjórnunarhópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið vefstjórnunar
 • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar
 • Að efla tengslamyndun jafnt innan vefgeirans sem út fyrir hann
 • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í vefstjórnun
 • Að stuðla að vandaðri málnotkun
 • Að auka gæði í högun, innleiðingum og rekstri

 


Öryggishópur, faghópur Ský um öryggismál

Eldri samþykktir

Samþykktir eftir breytingar:

1. gr.
Öryggishópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá reglur Ský um faghópa.

2. gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

 • Að stuðla að bættu öryggi og öryggisvitund í fjarskipta- og upplýsingatækni.
 • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um öryggismál og efla tengsl milli þeirra sem starfa á sviðinu og hafa áhuga á því.
 • Að stuðla að góðu siðferði í tengslum við upplýsingaöryggi.
 • Að efla notkun íslenskrar tungu við umfjöllun um öryggismál.
 • Að vera öðrum samtökum og faghópum innan handar við að auka öryggisvitund.
 • Að koma með tillögur til stjórnar Skýrslutæknifélagsins um stefnumörkun þess á sviði upplýsingaöryggis og vera málsvari þess um öryggistengd mál.
 • Að vinna með fulltrúa félagsins í fjarskiptaráði í tengslum við öryggismál.

 


Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is