Til að krydda enn frekar starfsemi Ský ætlum við að fara í heimsókn til fyrirtækja innan tengslanets Ský í vetur.
Heimsóknirnar eru hugsaðar eins og vísindaferðir og geta einungis skráðir og skuldlausir félagsmenn í Ský tekið þátt.
Fyrsta húsvitjunin verður til Controlant sem býður félagsmönnum Ský heim. Frábært tækifæri til að sjá og heyra um þeirra vegferð og styrkja tengslanetið í góðra vina hópi.
Vinsamlega látið vita í gegnum sky@sky.is ef forföll verða þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.
Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is