Skip to main content

UT-dagurinn - ráðstefna um verkefni stjórnvalda í UT

Tæknin og tækifærin
Ráðstefna um áhrif og ávinning, framtíðarsýn og áhugaverð verkefni stjórnvalda
haldin á Nordica hóteli 24. janúar 2006
frá kl. 08:30 - 16:15

Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem hvað best nýta sér upplýsingatæknina og með hverju árinu sem líður leikur tæknin stærra hlutverk í daglegu lífi okkar. Opnast hefur aðgangur að gífurlegu magni upplýsinga og þjónustu bæði frá opinberum aðilum og fyrirtækjum. Um leið eru samskipti manna í millum fjölbreyttari og auðveldari en nokkru sinni fyrr. Upplýsinga- og fjarskiptatækni hafa fært okkur þessi nýju tækifæri og auknu lífsgæði.
Upplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar 2006. Hann var haldinn til að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.

Að deginum stóðu forsætisráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Skýrslutæknifélagið.

Á UT-deginum voru ýmsir viðburðir og kynningar í fjölmiðlum:

-Haldin var ráðstefna á Nordica hóteli á UT-daginn undir yfirskriftinni: Tæknin og tækifærin - Ráðstefna um áhrif og ávinning, framtíðarsýn og áhugaverð verkefni stjórnvalda.
-Ráðstefnan var send beint út á vef UT-dagsins: www.utdagur.is
-Opnaður var nýr vefur um upplýsingatækni: www.utvefur.is
-Gefið var út kynningarefni í tilefni dagsins m.a. tölfræðileg samantekt um íslenska upplýsingasamfélagið frá Hagstofunni og nýr bæklingur um upplýsingatækni frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða.
-Í tengslum við UT-daginn var gefið út umfangsmikið blað sem dreift var með Morgunblaðinu 20. janúar.

Dagskrá:

8:30    Húsið opnaði – afhending ráðstefnugagna
9:00    Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra 
9:10    Íslenskt upplýsingasamfélag - tölfræðileg samantekt
            Guðfinna Harðardóttir, sérfræðingur, Hagstofa Íslands
9:30    Íslenskur sýndarveruleiki
            Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP
9:50    Alþjóðavæðing
            Friðrik Sigurðsson, forstjóri TM Software
10:10  Upplýsingatækni – áhrif og ávinningur
            Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

10:30    Kaffi

10:45    Stafræn tilvera - stafræn viðskipti
               Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Símans
11:05    Opið net - lykill að lífsgæðum
              Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi
11:25    Ísland.is - Þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga
              Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis
11:45    Hver ert þú? Rafræn auðkenning og undirskriftir
              Haraldur Bjarnason, sérfræðingur, fjármálaráðuneyti
 
12:05    Hádegisverður

13:00    Upplýsingatækni, þekking og menning

              Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
13:20    Tilraunaverkefni um samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila
               Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri og Arnar Pálsson, sérfræðingur í félagsmálaráðuneyti
13:40    Rafræn samfélög - aukin lífsgæði á landsbyggðinni
               •    Virkjum alla - rafrænt samfélag við Skjálfanda
                    Susan Martin, verkefnisstjóri
               •    Sunnan3 - rafrænt samfélag á Árborgarsvæðinu
                   Sigurður Tómas Björgvinsson, verkefnisstjóri og  framkvstj. hjá Stjórnsýsluráðgjöf ehf.
14:00    Fjarskiptaáætlun, verkefni fjarskiptasjóðs og öryggismál í fjarskiptum 
              Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra

14:20    Kaffi

14:35    Stuttar kynningar (10 mínútur) á áhugaverðum verkefnum:

AUFT - Átak í upplýsinga- og fjarskiptatækni - helstu verkefni dóms- og kirkjumálaráðuneytis á þessu sviði
-Friðjón R.Friðjónsson, vefstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Rafrænir lyfseðlar – frá lækni til apóteks
-Benedikt Benediktsson, verkefnisstjóri, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Upplýsingatækni á nýju hátæknisjúkrahúsi
-Björn Jónsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs, Landspítali háskólasjúkrahús
Útrás RSK
-Bragi L. Hauksson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar RSK
Leitin breytir heiminum
-Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri, Spurl ehf.
Bezt í heimi! - Vefvæddir íslenskir veiðimenn
-Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar
Gagnvirk kortavefsjá - miklir möguleikar í miðlun
-Guðný Káradóttir, framkvæmdastjóri Gagarín
Stafræn miðlun úr safni RÚV
-Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri, Ríkisútvarpið
Menntagátt - miðstöð upplýsinga
-Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður, Hugur hf

16:15    Léttar veitingar.

Ráðstefnustjóri var Óskar B. Hauksson, stjórnendaráðgjafi, Gáttir ehf.

Aðgangseyrir var 4.000 kr.

 


23
24
25
26
27
29
30
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
60
62
63
64
65
66
67
68
69
70
71
72
73
74

  • 24. janúar 2006