Árangur og arðsemi
Ávinningur rafrænna viðskipta
20.10.2005 á Hótel Loftleiðurm
Ský hélt SARÍS ráðstefnu fimmtudaginn 20.október 2005 í samvinnu við FUT/Staðlaráð, GS1 og ICEPRO. Megin áhersla var á viðskiptalegan ávinning af rafrænum viðskiptum og reynslu þeirra sem hafa náð árangri.
Málefni ráðstefnunnar var þrískipt. Í fyrsta lagi var fókus á rekjanleika í virðiskeðju og viðskiptum þar sem auðkenning skiptir miklu máli. Í öðru lagi var fjallað um árangur af samþættingu og miðlun rafrænna gagna milli fyrirtækja og stofnana. Í þriðja lagi var áhersla á ný viðskiptalíkön sem árangur í rafrænum viðskiptum hefur skapað forsendur fyrir.
Á ráðstefnunni var leitast við að svara spurningum um ávinning rafrænna viðskipta.
Dagskrá
12:45 Skráning þátttakenda.
13:00 Ráðstefnustjóri, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs fór með formála.
13:05 Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta-og iðnaðarráðherra flytur setningarerindi.
13:15 Ný viðskiptatækifæri í rafrænum heimi. -Glærur-
Jóhann Malmquist prófessor við Háskóla Íslands.
Rekjanleiki og auðkenning
13:55 Rekjanleiki matvæla: Skylda eða tækifæri? -Glærur-
Vilhjálmur H. Wiium, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
14:15 Rafræn auðkenning – lykilþáttur í sjálfvirkni. -Glærur-
Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna.
14:35 Fyrirspurnir.
14:45 Kaffihlé
Samþætting
15:05 Er samþætting þess virði? Árangur af rafrænni miðlun milli fyrirtækja. -Glærur-
Anna Lilja Gunnarsdóttir, frkv.stj. fjárreiðna og upplýsinga hjá LSH.
15:25 Rafræn miðlun og viðskipti á vegum ríkisins. -Glærur-
Stefán Jón Friðriksson rekstrarhagfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu.
15:45 Fyrirspurnir.
Ný viðskiptalíkön
15:55 Rafrænt landslag viðskipta. -Glærur-
Guðbjörg Björnsdóttir, verkefnisstjórn ETeB.
16:15 Nýtt viðskiptalíkan í flug- og ferðaiðnaði. -Glærur-
Hjörtur Þorgilsson, upplýsingatæknistjóri FL- Group.
16:35 Fyrirspurnir.
Í undirbúningsnefnd voru: Arnaldur F. Axfjörð, Benedikt Hauksson, Guðbjörg Björnsdóttir, Magnús Einarsson, Örn Kaldalóns og Rúnar Már Sverrisson.
Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is