Skip to main content

SARÍS ráðstefna - um árangur og arðsemi rafrænna viðskipta

 

Árangur og arðsemi
Ávinningur rafrænna viðskipta
20.10.2005 á Hótel Loftleiðurm

Ský hélt SARÍS ráðstefnu fimmtudaginn 20.október 2005 í samvinnu við FUT/Staðlaráð, GS1 og ICEPRO. Megin áhersla var á viðskiptalegan ávinning af rafrænum viðskiptum og reynslu þeirra sem hafa náð árangri.

Málefni ráðstefnunnar var þrískipt. Í fyrsta lagi var fókus á rekjanleika í virðiskeðju og viðskiptum þar sem auðkenning skiptir miklu máli. Í öðru lagi var fjallað um árangur af samþættingu og miðlun rafrænna gagna milli fyrirtækja og stofnana. Í þriðja lagi var áhersla á ný viðskiptalíkön sem árangur í rafrænum viðskiptum hefur skapað forsendur fyrir.

Á ráðstefnunni var leitast við að svara spurningum um ávinning rafrænna viðskipta.

  • Er viðskiptalegur ávinningur af rafrænum viðskiptum? Hvaða árangri hafa fyrirtæki og stofnanir náð með samþættingu og rafrænum færslum milli fyrirtækja? Hvaða aðferðir hafa reynst árangursríkastar? Hvernig verður íslenskt viðskiptaumhverfi samþætt við umhverfi annarra landa?
  • Er viðskiptalegur ávinningur af rekjanleika, eða er einungis verið að uppfylla kröfur í lögum og reglugerðum? Hvaða sjónarmið eru varðandi persónuvernd? Hvaða hlutverki gegna örmerkingar og önnur rafræn auðkenni?
  • Hver er ávinningur af rafrænum skilríkjum? Hvaða markmið eru varðandi skilríki á greiðslukortum? Hver er   vinningur af snjallkortum fyrir almenna þjónustu fyrir borgarana? Hafa rafræn skilríki víðtækari gagnsemi?
  • Hafa rafræn viðskipti breytt viðskiptaháttum á Íslandi með því að skapa grundvöll fyrir ný viðskiptalíkön? Hvaða ný viðskiptalíkön hafa skilað árangri? Mun Tilraunasamfélagið skapa ný viðskiptatækifæri með því að breyta viðskiptaháttum? Hver er ávinningur fyrirtækja og stofnana af starfsemi Tilraunasamfélagsins?

  

Dagskrá

12:45     Skráning þátttakenda.
13:00     Ráðstefnustjóri, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs fór með formála.
13:05     Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta-og iðnaðarráðherra flytur setningarerindi.
13:15     Ný viðskiptatækifæri í rafrænum heimi. -Glærur-
               Jóhann Malmquist prófessor við Háskóla Íslands. 

 

Rekjanleiki og auðkenning

13:55     Rekjanleiki matvæla: Skylda eða tækifæri?  -Glærur-
               Vilhjálmur H. Wiium, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
14:15    
Rafræn auðkenning – lykilþáttur í sjálfvirkni.  -Glærur-
               Sæmundur Sæmundsson, 
framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna. 
14:35     Fyrirspurnir.
14:45     Kaffihlé

Samþætting 

15:05     Er samþætting þess virði? Árangur af rafrænni miðlun milli fyrirtækja. -Glærur-
                Anna Lilja Gunnarsdóttir, frkv.stj. fjárreiðna og upplýsinga hjá LSH.

15:25     Rafræn miðlun og viðskipti á vegum ríkisins. -Glærur-
               Stefán Jón Friðriksson rekstrarhagfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu.
15:45     Fyrirspurnir.

Ný viðskiptalíkön

15:55      Rafrænt landslag viðskipta. -Glærur-
                Guðbjörg Björnsdóttir, verkefnisstjórn ETeB.
16:15      Nýtt viðskiptalíkan í flug- og ferðaiðnaði. -Glærur-
               Hjörtur Þorgilsson, upplýsingatæknistjóri FL- Group.
16:35      Fyrirspurnir.


Í undirbúningsnefnd voru: Arnaldur F. Axfjörð, Benedikt Hauksson, Guðbjörg Björnsdóttir, Magnús Einarsson, Örn Kaldalóns og Rúnar Már Sverrisson.

 

 


                     skylogo2           

   • 20. október 2005