Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefna

Hugbúnaðarráðstefna Ský
14. nóvember 2006 héldum við okkar árlegu hugbúnaðarráðstefnu á Grand hótel Reykjavík

Fjallað var um veflausnir frá ýmsum sjónarhornum, allt frá högun til útfærslu og innleiðingar verkefna. Rætt var um tækni, öryggis- og aðgangsmál og veikleikaprófanir svo dæmi séu tekin.

Dagskrá:

12:45 Skráning þátttakenda
13:00 Ráðstefnustjóri setti ráðstefnuna
13:05 Microformats í veflausnum - Glærur -
Soffía Kristín Þórðardóttir verkefnastjóri, TM Software
Microformats byggir á núverandi stöðlum og í stað þess að henda því sem þegar virkar leitast microformats við að leysa einfaldari vandamál fyrst með því að aðlagast venjubundnu hegðunarmynstri, s.s. XMTML og blogging.
13:40 Þjónustumiðuð högun upplýsingatæknikerfa, yfirlit og útfærsla, helstu vandamál og lausnir við þeim.  Notkun á þjónustumiðaðri högun (SOA) upplýsingatæknikerfa hefur aukist mjög á síðustu misserum. Farið verður yfir uppbyggingu slíkra kerfa, helstu staðla og lausnir við algengum vandamálum sem fylgja stærri SOA kerfum. Til útskýringar verður notast við nýtt Rafrænt Þjónustulag DKM, sem dæmi um kerfi byggt á SOA högun.
Þorvarður Sveinsson verkfræðingur, Kögun - Glærur-
14:20 Dreifilyklavirkni - bætt aðgengi og aukið öryggi í vefþjónustum.  - Glærur -
Uppbygging á dreifilyklakerfi á Íslandi – Tilraunaverkefni sem byggja á nótkun rafrænna skilríkja verða kynnt og farið verður yfir grunnatriði dreifilyklavirkni
Ragnar Torfi Jónasson sérfræðingur á upplýsingatæknisviði Landsbankans
15:00 Kaffihlé
15:30 Veikleikaprófanir
Farið verður yfir helstu galla í .Net forritun fyrir vef og öryggisatriði fyrir vefþjónustur. Komið inn á helstu og gagnlegustu verkfæri til að nota í öryggisprófunum fyrir vef og staðla fyrir öryggisprófanir og mismunandi áherslu í öryggisprófunum.
Ásgeir Ægisson hjá BitHex upplýsingaöryggi ehf
16:10 Rafræn viðskipti - Glærur -
Samræmd notkun skeyta í viðskiptaferlum er nauðsynleg til þess að rafræn, pappírslaus viðskipti skili hagkvæmni.  XML innleiðing í stað hefðbundins EDI hefur gengið hægt, sérstaklega þar sem ekki er til einn staðall um notkun þess í slíku umhverfi. Reynt verður að skýra hvernig UBL-NES verkefnið komi til með að breyta þessu.
Tryggvi Þórðarson, Hugbúnaður hf.
16:50 Ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri var Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri Landsteina Strengs

Í undirbúningsnefnd voru þær Bergþóra Karen Ketilsdóttir, Ebba Þóra Hvannberg og Hólmfríður Pálsdóttir


 

 


11
12
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23

  • 14. nóvember 2006