Skip to main content

Vefráðstefna - um innihald/efnistök/viðmót og markaðsmál

Ráðstefna um góða vefstjórnun

Þriðjudaginn 6. september 2005
á Grand Hótel frá kl. 13:00-16:30

Ský efndi til spennandi ráðstefnu um vefinn þann 6. september 2005. Þrír málaflokkar voru í brennidepli en þeir eru: Innihald /efnistök /viðmót, vefumsjón og markaðsmál

Allt eru þetta atriði sem taka verður á af festu og fagmennsku þar sem viðskipti og upplýsingar á netinu eru mikilvægari en nokkru sinni.

Innan hvers flokks voru þrjú stutt, hnitmiðuð erindi þar sem lykilspurningu var svarað og eftir hverja lotu var möguleiki á að beina spurningum til fyrirlesaranna. Þannig gafst tækifæri til að fá milliðalaus svör frá helstu sérfræðingum á sínu sviði.

Þessum spurningum var meðal annars varpað fram:

1. Hvað þarf að vera á vefnum mínum?
2. Hvernig held ég úti lifandi vef?
3. Hvernig verður maður sýnilegur á leitarvélum?


 Dagskrá

 

12:45      Skráning þátttakenda
13:05      Ráðstefnustjóri, Viggó Ásgeirsson forstöðumaður markaðs- og vefdeildar    
                Landsbankans, setti ráðstefnuna

13:10      Innihald / efnistök / viðmót

Hvað þarf að vera á vefnum mínum? Áslaug Friðriksdóttir hjá Sjá  -  Glærur

Hvernig held ég úti lifandi vef? Guðfinna B Kristjánsdóttir upplýsingastjóri hjá     
bæjarskrifstofum í Garðabæ  -  Glærur

Hvers vegna skiptir útlitið máli? Ragnar Freyr Pálsson grafískur hönnuður

Tími fyrir spurningar

14:05      Kaffi

14:20     
Vefumsjón

Vefumsjónarkerfi; ill nauðsyn eða vannýtt sóknarfæri? Þórlaug Ágústsdóttir, vefstjóri hjá Össuri

Hvaða aðferðafræði hentar mér til að halda úti lifandi vef? Miðlæg eða dreifð vefstjórnun? Einar Bergmundur Arnbjörnsson forstöðurmaður tölvusviðs hjá LHÍ - Glærur

Eiga vefumsjónarkerfi að tryggja gæði og samkvæmni? Stefán Baxter í Hugsmiðjunni - Glærur

Tími fyrir spurningar 

15:10      Kaffi  

 15:05    Markaðssetning vefja

Gilda sömu reglur hér og erlendis varðandi markaðsetningu á vef? Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu og stýrir vefsvæðinu www.visitreykjavik.is   

Hvernig nýtist vefurinn sem markaðstæki?  Magnús Orri Scram HR - Glærur

Hvernig verður maður sýnilegur á leitarvélum? Þorsteinn Yngvi Halldórsson deildarstjóri vefdeildar Iclandair - Glærur

Tími fyrir spurningar

16:30      Ráðstefnustjóri slítur ráðstefnunni.  

  

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 9.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 14.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nemendur gegn framvísun skólaskírteinis er 4.600 kr.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á sky@sky.is eða hringja í síma 553-2460.


Í undirbúningsnefnd eru: Gunnar Grímsson, Sigmundur Halldórsson, Jónína Margrét Guðnadóttir, Einar H. Reynis, Jóhannes Reykdal, Áslaug Friðriksdóttir og Ágúst Valgeirsson.


1
2
3
4
5
6

  • 6. september 2005