Skip to main content

Engar bylgjur, ekkert samband

Engar bylgjur, ekkert samband
Hádegisfundur á Grand Hótel Reykjavík
16. janúar 2007 frá kl. 12:00 - 14:00.

 

Nýleg bilun í sæstrengnum CANTAT vakti enn á ný athygli á því hversu mikilvægar slíkar tengingar eru milli Íslands og umheimsins og hversu víðtækar afleiðingarnar verða af rofi. Ský afréð því að hefja starfsárið með hádegisfundi um þennan mikilvæga málaflokk, samband Íslands við umheiminn, stöðuna núna, áætlanir stjórnvalda og sjónarmið notenda í nútíð og framtíð.

Meðal spurninga sem ætlunin var að svara voru þessar:

  • Er þörf á nýjum sæstreng milli Íslands og útlanda?
  • Hvað kostar það ef ljósleiðarasamband til útlanda rofnar um lengri eða skemmri tíma?
  • Hvaða varaleiðir eru til boða, eða er raunhæft að hafa til taks?
  • Hver eru uppitími sambandanna til útlanda?
  • Eru íslensk fyrirtæki og stofnanir viðbúin því að sambönd til útlanda rofni?
  • Eða eru þau að flytja, eða að íhuga flutning á gagnamiðlurum til útlanda vegna hugsanlegs langtímarofs?
  • Hvaða viðskiptatækifæri felast í því að geta tryggt öruggari leiðir?
  • Takið daginn frá en nánari upplýsingar um fyrirlesara og hvað verður á matseðlinum verða sendar út í næstu viku, einnig verður að finna upplýsingar á www.sky.is  

Dagskrá:

12:00 Skráning fundargesta
12:15 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:35 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flytur erindi
12:45
Áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. - Glærur -
Þröstur Sigurðsson, forstöðumaður fjármálaráðgjafar ParX
13:00 Rekstur Farice og Cantat-3.  - Glærur -
Guðmundur Gunnarsson framkvæmdastjóri Farice hf
13:15 Hagsmunir fjármálageirans gagnvart tengingum til útlanda.
Jón Ingi Þorvaldsson frá Glitni
13:30 Sustainable Competitive Advantage: Understanding Global Demand, Local Resources and a Strategy for Growth.  - Glærur -
Alexanders Picchietti hjá Símanum
13:45 Umræður í lok fundarins
14:00 Fundi slitið
 


Fundarstjóri var Örn Orrason sjálfstæður ráðgjafi

Á matseðlinum var:
Innbakaðir sjávarréttir með humarsósu og kryddjurtahrísgrjónum. Mokka ostakaka í eftirrétt.

Í undirbúningsnefnd voru:  Einar H. Reynis, Sæmundur Þorsteinsson, Ólafur Aðalsteinsson og Eggert Ólafsson



 



  • 16. janúar 2007