Skip to main content

Orðasöfn fyrir rafrænar sjúkraskrár

Orðasöfn og samvirkni tölvukerfa fyrir heilbrigðisgögn
Fókus fundur í Eirbergi fimmtudaginn 11. október
kl. 12:00-13:00


Fundurinn er öllum opinn

Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, stendur fyrir fundi um orðasöfn fyrir rafrænar sjúkraskrár, notkun þeirra og innleiðingu í tölvukerfi.

Fyrirlesari verður Theo Bosma aðstoðarforstjóri Health Language fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í innleiðingu og tengingu orðasafna og kóðunarkerfa í klínísk skráningarkerfi til að auka samvirkni þeirra -   sjá nánar á www.healthlanguage.com.

Í fyrirlestrinum mun hann fjalla m.a. um samþættingu og samvirkni orðasafna og klínískra skráningarkerfa og SNOMED kerfið.

Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í stofu 101 í Eirbergi (gamla hjúkrunarskólanum á Landspítalalóðinni). 


Fyrir hönd stjórnar Fókus
Valgerður Gunnarsdóttir formaður   • 11. október 2007