Skip to main content

Úttekt opinberra vefja

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007?
Skýrslutæknifélagið boðar til hádegisverðarfundar á Grand Hótel
13. desember 2007
frá kl. 12:00 - 14:00

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úr úttekt sem Sjá ehf vann fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Markmiðið með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði á vefjum ríkis og sveitarfélaga en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Skoðaðir voru 262 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga, að meðtöldum sérstökum þjónustuvefjum sem nokkrar stofnanir hafa komið sér upp. Vefirnir voru metnir meðal annars með tilliti til þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Einnig voru skoðaðir möguleikar almennings til að fylgjast með og tjá sig um málefni stofnananna.

Sams konar úttekt var gerð árið 2005 og verður sérlega áhugavert að skoða hvaða breytingar hafa orðið á þeim tveimur árum sem eru liðin.

Dagskrá:

12:00 Skráning fundargesta
12:15 Fundurinn settur og hádegisverður borinn á borð
12:35 Markmið og framkvæmd Halla Björg Baldursdóttir hjá forsætisráðuneytinu
12:40 Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007? - Niðurstöður úttektar á rafrænni þjónustu og gæðum opinberra vefja
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir
13:25 Í hnotskurn Áslaug Friðriksdóttir hjá Sjá ehf
13:30 Kynning á vefsíðu með ítarlegum niðurstöðum úttektarinnar Halla Björg Baldursdóttir hjá forsætisráðuneytinu
13:40 Fyrirspurnir og umræður
13:55 Lokaorð, fundi slitið

Fundarstjóri verður Guðbjörg Sigurðardóttir

Á matseðlinum verður:
Grilluð kjúklingabringa með grænmetis risotto og spínatsósu
og súkkulaðikaka með kahlúa sósu og jarðaberjum í eftirrrétt

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  6.900 kr. 

 


18
19
20
21
22
23
24
25
26

  • 13. desember 2007