Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

2009 Stofnfundur faghóps ROÞ

Skýrslutæknifélagið mun halda stofnfund faghóps
um rafræna opinbera þjónustu

þann 28. janúar 2009 kl. 16:30 - 17:30 að Engjateigi 9, neðstu hæð

Dagskrá stofnfundar:

 1. Kynning á markmiðum faghópsins.
 2. Kynning á samþykktum fyrir faghópinn.
 3. Stjórnarkjör.
 4. Hugarflug og umræður um verkefni faghópsins.

 

Markmið faghóps um rafræna opinbera þjónustu eru:

 •   Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rafræna opinbera þjónustu.
 •   Að auka samvinnu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, í því skyni að stuðla að samræmdu
      heildarskipulagi í rafrænni þjónustu.
 •   Að stuðla að aukinni fræðslu um rafræna þjónustu, möguleika, hagræðingu og framþróun í takt
       við nýja tíma.

  Faghópurinn kemur til með að standa fyrir ráðstefnum, hádegisverðarfundum, stuttum námskeiðum og spjallfundum.

   

  Hefur þú áhuga?
  Viltu gerast þátttakandi í faghópi um rafræna opinbera þjónustu?
  Hefur þú skoðun á þessum málum?
   
  Skráðu þig á núna með því að senda tölvupóst á sky@sky.is

         
  Ath. að félagar í faghópnum þurfa að vera félagar í Skýrslutæknifélagi Íslands

  Með bestu kveðju,

  Undirbúningsnefnd
  Eggert Ólafsson rekstrarstjóri, Reykjavíkurborg
  Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri, Garðabæ
  Halla Björg Baldursdóttir verkefnastjóri í rafrænni stjórnsýslu, forsætisráðuneyti