Allir viðburðir

Heitustu tölvumálin framundan

Vefhönnun og siðfræði við hönnun þjónustu- og tæknilausna

 

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Hádegisverður
Kaffi/te og sætindi á eftir

Skrá mig

Vefurinn er eitt lykilatriða þess að fylgjast með því sem er að gerast í samfélaginu. Verslun og þjónusta í bland við almennar upplýsingar og afþreyingu hefur í auknum mæli færst yfir á vefinn. En hverjir geta tekið þátt? Hvenær er verið að hanna fyrir notandann og er ásættanlegt að hanna lausnir fyrir suma en ekki alla? Er algild hönnun möguleg eða skylda?

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Í vinnslu

12:40   Hvers vegna skiptir algild hönnun máli?
Í þessu erindi verður skoðað hvernig hindranir hafa áhrif á líf okkar ásamt því að fjalla um algilda hönnun. Með þeirri nálgun er sett fram leið til að bregðast við hindrunum og greiða fyrir aðgengi ólíkra hópa að gæðum samfélagsins. Jafnframt verður rakið hvernig mikilvægi aðgengis fyrir alla er viðurkennt í alþjóðlegum mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að.
Ástríður Stefánsdóttir, Menntavísindasvið Háskóla Íslands

13:00   Ný veröld: hindranir og áskoranir fatlaðs fólks í stafrænum heimi
Oft er fjallað um tæknilausnir og stafræna framþróun eins og stóra lykilinn að samfélagi án hindrana. Miklar vonir eru bundnar við snjöll hjálpartæki, raddstýringar, tækni sem ekki geri mannamun og fleiri lausnir sem bæði eigi að einfalda líf fólks og lækka kostnað í velferðarþjónustu. Hvernig er reynsla fatlaðs fólks, og sér í lagi fólks með þroskahömlun, að þessari nýju veröld?
Inga Björk Margrétar-Bjarnadóttir, Þroskahálp

13:20   Í vinnslu

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Björn Gíslason, Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands

Skrá mig

Hvað veistu um mig?

Hvað veistu um mig?

 

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Grillaður grísahnakki bbq, sætkartöflumús, maís, sellerírót og sinnepssósa
Kaffi/te og sætindi á eftir

fyrirlesarar

Stafræn gögn um notendur og fótspor sem þau skilja eftir sig á netinu hafa verið nýtt í markaðsstarfi fyrirtækja og stofnana um allan heim og eru orðin að sjálfstæðri söluvöru, sem seljendur og þjónustuveitendur kaupa sér aðgang að til að ná að „rétta“ markhópnum. En á allra síðustu árum, ekki síst í kjölfar GDPR, höfum við séð aukna umræðu um það meðal hagsmunasamtaka og almennings um neikvæðar hliðar sem þessu geta fylgt. Á fundinum munum við velta vefmælingum og stafrænni markaðssetningu fyrir okkur frá ýmsum hliðum og verða fjölbreytt erindi sem snerta á vefmælingum og persónuvernd. Hvað ber að varast við notkun slíkra tóla og hver er framtíðin.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Við þurfum að tala um njósnahagkerfið
Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, selt og því miðlað til allskyns fyrirtækja, um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu, stjórnmálaskoðanir og svo framvegis. Að auki heimta sum forrit, og jafnvel heimilistæki, aðgang að myndunum þínum, myndavélinni, hljóðnemanum, tengiliðalistanum, dagatalinu þínu og svo má lengi telja. Hversu langt erum við til í að seilast fyrir "ókeypis hádegismat"? Eru sætu kattamyndböndin á netinu jafn saklaus og við höldum? Gerum við okkur grein fyrir hvað er í húfi?
Breki Karlsson, Neytendasamtökin

12:40   Stafræn gögn í Facebook-markaðssetningu
Fjallað verður um hvernig við notum stafræn gögn til að miða auglýsingum að ákveðnum hópum með hjálp Meta-pixelsins. Rætt verður um endurmarkaðssetningu og sérsniðna markhópa (custom audience). Hvað hefur breyst í kjölfar GDPR og hvaða áhrif hefur það á markaðsmálin?
Erla Arnbjarnardóttir, Sahara

13:00   Hvað felur Google Analytics í sér
Ragnar mun rekja stuttlega sögu vefmælinga, tilgang þeirra og hugsanlegar hættur. Hann mun svo sérstaklega beina sjónum að Google Analytics, hvað þurfi að hafa í huga við notkun þess og hvað við getum gert til að verja okkur, bæði sem almennir notendur og rekstraraðilar.
Ragnar Bjartur Guðmundsson, Vefgreining

13:20   Áhrif persónuverndarlaga á markaðssetningu og vefmælingar
Persónuverndarlög setja ýmis skilyrði um vinnslu persónuupplýsinga m.a. þegar kemur að vinnslu í þágu markaðssetningar og flutningi persónuupplýsinga úr landi. Evrópskar persónuverndarstofnanir hafa nýverið komist að þeirri niðurstöðu að notkun Google Analytics brjóti gegn ákvæðum evrópureglugerðar um persónuvernd (GDPR). Fjallað verður um hvaða áhrif framangreindar niðurstöður um Google Analytics hafa á íslensk fyrirtæki og stofnanir.
Alma Tryggvadóttir, Landsbankinn

13:40   Hvað Google veit um þig. Fjórar stoðir í leit
Netmarkaðssetning og vefmælingar hafa breyst töluvert síðustu misseri vegna tilkomu gervigreindar og aukinnar áherslu á persónuvernd. Við skoðum hvernig landslagið er í dag og hvernig þróunin verður næstu árin.
Þór Matthíasson, Svartigaldur

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Rósa Stefánsdóttir, Fagkaup

Tölvu- og taugakerfi: sálræna hlið öryggisatvika

Tölvu- og taugakerfi: sálræna hlið öryggisatvika

 

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Djúpsteiktur þorskur í orly, sætar franska kartöflur, hrásalat og tartarsósa
Kaffi/te og sætindi á eftir

fyrirlesarar

Á þessum viðburði verður fjallað um hina mannlegu hlið öryggismála. Í kjölfar öryggisatvika fer allur fókus á að koma kerfum í eðlilegann rekstur en erum við að gleyma starfsfólkinu sem á og rekur þessi kerfi? Hvaða áhrif hefur það á starfsfólk að lenda í erfiðum öryggisatvikum? Erum við að tryggja “endurheimt” starfsfólks í kjölfar öryggisatvika og hvernig förum við að því?

Fyrirlesturinn er ætlaður stjórnendum, tæknifólki og öllum þeim sem hafa áhuga á öryggismálum.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Kerfisþol - aðlögun og viðbrögð í blönduðum umhverfum
Frá áhættumati til endurreisnar: hvernig víkkum við skilning og þekkingu okkar á heildrænni nálgun í öryggismálum? Þegar reynir á kerfin okkar er samræming og margþætt nálgun lykilatriði. Hvernig tryggjum við að kerfin okkar - tölvu og tauga - eru reiðubúin fyrir skyndiálag og hvernig tryggjum við að loka atburða hringrásinni fyrir fólk, ferla og framtíðar frammistöðu?
Oktavía Hrund Guðrúnardóttir Jónsdóttir, SecureIT

12:50   Árás á aðfangadagskvöld
Persónuleg frásögn af tölvuárás sem gerð var á aðfangadagskvöld, upplifun og áhrif á einstaklinginn eftir árás. Nonni fer yfir hvað gerðist í árásinni og ræðir jafnframt á opinskáan hátt í gegnum hvers konar tilfinningarússíbana hann upplifði. Nonni veltir fyrir sér hvað þurfi að vera til staðar eftir alvarleg atvik líkt og tölvuárás.
Jón Helgason

13:20   Er góður tilfinningalegur aðbúnaður á vinnustað - hluti af vinnuvernd?
Hversu mikið stangast hlutverk fagmannsins á við tilfinningalegar þarfir einstaklingsins ef upp kemur öryggisbrestur? Hvers vegna er munur á viðbrögðum manna undir álagi? Hvernig er vinnustaðamenningin? Álagsstreita - áfallastreita. Hver eru birtingarform viðbragðanna? Forvarnir.
Rudolf Rafn Adolfsson, Landspítalinn

13:50    Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Aðalsteinn Jónsson, Cyren

Netöryggi: Mannlegi þátturinn - stærsta ógnin?

Netöryggi: Mannlegi þátturinn - stærsta ógnin?

 

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn:   11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Stökk úrbeinuð kjúklingalæri, kornflexhjúpur, kartöflubátar, blandað salat og chili mæjó
Kaffi/te og sætindi á eftir

Kaupa upptöku

fyrirlesarar

Það skiptir sköpum fyrir stofnanir og fyrirtæki að starfsmenn og nemendur skóla þekki og geti komið auga á þær hættur sem geta borist fyrirtækjum í gegnum netglæpi. Þegar netþrjótar koma að læstum dyrum í öryggiskerfum fyrirtækja þá finna þeir yfirleitt leið í gegnum starfsmenn. Mannlegi þátturinn vegur því einna þyngst þegar kemur að netárásum og því er það mikilvægt að öflug öryggisvitund sé til staðar og að stöðug fræðsla sé partur af menningu skóla og fyrirtækja. Hvað er það að mati sérfræðinga sem virkar best þegar kemur að öryggisfræðslu? Hvað getum við lært af reynslunni?

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Cybersecurity for dummies by dummies
Netöryggi snýst um vernd gegn óleyfilegri eða glæpsamlegri notkun rafrænna gagna en einnig að tryggja heiðarleika, trúnað og aðgengi upplýsinga. Í þessum fyrirlestri munum við fjalla um grunnatriði netöryggis bæði fyrir heimili og vinnustaði. Við munum meðal annars fara yfir grunnhugtök netöryggis og ræða hvaða ógnir eru til staðar og hvernig bera skal kennsl á, verjast, greina og bregðast við þeim. Þar að auki munum við fara yfir hvað bera að hafa í huga til að halda uppi netöryggi til framtíðar. Nú er kominn tími til að bera kennsl á veikleika sem gætu gert þig að fórnarlambi netglæpa - og verja þig áður en það er of seint.
María Óskarsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík

12:45   Hnitmiðuð fræðsla – markvissasta aðgerðin
Bæði tæknilegur og fjárhagslegur þröskuldur til að framkvæma hnitmiðaðar árásir á einstaklinga og fyrirtæki hefur stórlega lækkað undanfarin ár. Það má því merkja stóraukningu í fjölda tilfella þar sem margskonar aðferðir eru reyndar til að svíkja almenning. Ein markvissasta aðgerðin sem hægt er að fara í til að sporna við þessari þróun er stóraukin þjálfun almennra notendur upplýsingakerfa.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS

13:10   Jákvæð öryggismenning: styrkjum mannlega eldvegginn
Guðrún Valdís mun fjalla um mikilvægi jákvæðrar öryggismenningar til að virkja starfsfólk í baráttunni gegn netógnum, ásamt því að gefa nokkur heilræði við þessa nálgun. Starfsfólk er oft talið veikasti hlekkurinn, en hvað getum við gert til að breyta þeim hugsunarhætti og styrkja þennan mikilvæga hlekk?
Guðrún Valdís Jónsdóttir, Security Engineer hjá Syndis

13:35   Tölvuöryggisfræðsla í nútíð og framtíð
Upplýsingatækni og samskipti í gegnum internetið eru orðin undirstaða viðskipta og persónulegs lífs okkar. Tölvuöryggi er því viðfangsefni sem við þurfum öll að veita athygli, rétt eins og við hugum að öryggi heimilis, samgangna, vinnustaðar, o.s.frv. Í dag er það mannfólkið sjálft sem er í dag veiki hlekkurinn og endurspeglast það í því að 85% allra innbrota í tölvur byggja á því að plata fólk í stað þess að brjótast inn í tæknina. Til að breyta þessu, þá þarf að bera kennsl á hvar mannlegir veikleikar eru til staðar og nýta svo fræðslu og þjálfun til að fyrirbyggja þá veikleika með breyttri hegðun. Nýjar lausnir eru að gerbreyta landslagi tölvuöryggisfræðslu í dag, en það eru fjölmörg spennandi tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni með aðstoð nýrrar tækni eins og gervigreindar.
Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGo

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Anna Sigríður Islind, lektor við Háskólann í Reykjavík

Kaupa upptöku

Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar

Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar

 

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Kjúklingabringa með léttsteiktu grænmeti, spínati, sesamsósu og hrísgrjónum
Kaffi/te og sætindi á eftir
 

fyrirlesarar

Hvernig gerum við gögn að upplýsingum? Hvernig hagnýtum við upplýsingar þannig að við fáum betri innsýn og tökum betri ákvarðanir. Við fjöllum um það á þessum fundi.

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Landupplýsingar fyrir ákvarðanatöku
Eitt af hlutverkum Landmælinga Íslands er að innleiða lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Opið aðgengi að landupplýsingum er orðið nokkuð gott, en enn er talsvert um að opinberir aðilar uppfylli ekki markmið laganna. Landmælingar Íslands eru að vinna að þemavefsjám sem halda utan um landupplýsingar og tengjast þær málefnum hvers ráðuneytis til þess að styðja við ákvarðanatöku með gögnum.
Ásta Kristín Óladóttir, Landmælingar Íslands

12:40   Hvernig hámörkum við virði og notagildi opinna gagna?
Samantekt á því sem eigendur gagna geta - með réttri staðlanotkun og nýtingu bestu aðferða - auðveldlega gert til að hámarka virði þeirra og einfalda alla hagnýtingu.
Stefán Baxter, Snjallgögn

13:00   How do we operationalize data science to fight financial crime?
Tvær trilljónir dollara eru þvættaðar í gegnum fjármálakerfið á ári hverju. Talið er að einungis 1% af þessum gjörningum upplýsist á hverjum tíma. Peningaþvætti hefur afar neikvæð áhrif á fjármálakerfi samfélagsins, fjármagnar glæpastarfsemi og heftir frjálsa samkeppni. Í erindinu verður farið yfir uppbyggingu gagnavísindainnaviða til að greina gögn fjármálafyrirtækja og hvernig það nýtist þeim í baráttunni við peningaþvætti
Óli Páll Geirsson, Lucinity

13:20   Úr innanhús hýsingu í skýið, BI og gagnadrifnar ákvarðanir
Farið yfir BI umbreytingarverkefni hjá Símanum. Fjallað verður um skýjavæðingu BI umhverfisins og áskoranir sem henni fylgja. Við förum í grófum dráttum yfir hönnun á gagnaumhverfi Símans og vinnuferla því tengdu. Einnig verður lauslega fjallað um gagnadrifnar rekstrarákvarðanir.
Júlíus Pétur Guðjohnsen, Síminn

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Birna Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is