Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

2015 Kennum þeim að læra - 10. desember

Um notkun upplýsingatækni til að auka árangur nemenda og hjálpa þeim að verða sjálfstæðir námsmenn.

10. desember 2015 kl. 8:30-16:00: Grand Hótel Reykjavík

Í samstarfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins,  Námsbrautar um nám fullorðinna við Háskóla Íslands,  Kvasis, Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna (NVL),  Skýrslutæknifélags Íslands og 3f – Félags um upplýsingatækni og menntun.

Fólk sem vinnur við að skipuleggja nám fyrir fullorðna og kenna fullorðnum í alls konar samhengi hefur lengi verið sammála um það að það sé hlutverk fullorðinsfræðara að haga vinnu sinni þannig að þátttakendur verði færari í því að læra upp á eigin spýtur og að þátttaka í fullorðinsfræðslu – alls konar – stuðli að því að þátttakendur verði færir „ævi-námsmenn“, færir um að læra sjálfir, sjálfstætt það sem þeir þurfa í gegnum breytingar sem óumflýjanlega verða á lífsleiðinni. Þetta verður viðfangsefni þessarar ráðstefnum og verður það skoðað frá mörgum sjónarhornum.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu og verð