Allir viðburðir

2017 Girls in ICT Day - 27. apríl

Stelpur og tækni (Girls in ICT Day) 
27. apríl 2017

Árlega standa HR, Ský og SI fyrir "Stelpur og tækni" deginum en hann er haldin um alla Evrópu í lok apríl ár hvert.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli ungra stúlkna á tölvu- og tæknigreinum.

Nánari upplýsingar:
https://www.facebook.com/stelpurogtaekni/?fref=ts

Og á heimasíðu HR:
https://www.ru.is/leit/?q=stelpur+og+t%C3%A6kni

Dagurinn hefur verið haldin árlega frá 2014 en það ár buðum við um 100 stelpum í 8. bekk í vinnustofur í HR og síðan fóru þær og heimsóttu 4 tæknifyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu.
Árið 2015 voru um 100 stelpum í 9. bekk boðið að taka þátt og voru um 4 tæknifyrirtæki með það ár.
2016 komu um 400 stelpur úr 9. bekk og tóku þátt í deginum, bæði frá Reykjavík og Austurlandi. Um 20 tæknifyrirtæki tóku síðan á móti þeim í lok dags.
2017 tóku HR, Ský og SI á móti tæplega 400 stelpum úr skólum á höfuðborgarsvæðinu og fóru þær í vinnustofur og síðan í heimsókn til um 20 fyrirtækja. Einnig munu stelpur á svæðinu í kringum Akureyri taka þátt síðar í maí og hugsanlega hjá Ísafirði.

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is