Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Radst

Hádegisverðarfundur

 

Fjarskipti á Hamfaratímum

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Beikonvafðar kjúklingabringur með klettakáls fyllingu og hvítvínssósu
Sætindi og kaffi/te á eftir
 

Skrá mig

Í óveðrinu 10. og 11. desember 2019 kom bersýnilega í ljós hve mikilvæg fjarskipti eru fyrir alla undirliggjandi þjónustu, allt fá bensínafgreiðslu til stærri aðgerða varð óvirkt. Hver er afleiðing þeirra breytinga sem farið hefur verið í á fjarskiptakerfum landsins? Hvað hefur verið vel gert? Hvað er til ráða til að bæta öryggi fjarskipta? Og ekki síst, hver á að borga?

Fundurinn er fyrir alla sem áhuga hafa á fjarskiptum.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Neyðar- og öryggisfjarskipti í hættuástandi
Í fyrirlestrinum verður fjallað stuttlega um þjónustu Neyðarlínunnar. Síðan um undirbúning neyðarsvörunar 112 og álag þar í óveðrinu í desember og síðan aftur nú í febrúar. Viðbragð og verkefni á meðan á óveðrinu stóð og áhrif þess á fjarskipti, þá sérstaklega fyrir viðbragðsaðila. Aðgerðir í kjölfar óveðursins og úrbótaáætlun. Sagt frá nýju váboðakerfi.
Magnús Hauksson, 112

12:40   Undirlag fjarskipta og öryggi þess
Í fyrirlestrinum verður fjallað um uppbyggingu fjarskiptaþjónustu á Íslandi, hvernig henni er dreift um landið, öryggi undirlagsins og hættur sem steðja að því. Getur öryggi borgað sig?
Halldór Guðmundsson, Míla

13:00   Til andskotans og tilbaka
Hvað gerist þegar allt fer til fjandans og fjarskiptin detta út. Árdís segir okkur frá verkefnum og viðbrögðum fjarskiptafyrirtækis í þeim veður hamförum sem dundu á landinu nýverið.
Árdís Björk Jónsdóttir, Sýn

13:20   Að veita sveitarfélagi varaafl
Fyrirlesturinn verður tvískiptur, annars vegar almenni hlutinn, framkvæmdin og aðdragandi með hliðsjón af hlutverki LHG í almannavarnakerfi landsins og hins vegar stutta samantekt um tæknilega útfærslu verkefnisins.
Auðunn Kristinsson, Landhelgisgæslan

13:40   Rafmagn skiptir s.s. máli í nútíma samfélagi
Farið verður yfir óveðrin sem gengu yfir landið í desember og febrúar og áhrif þeirra á raforkukerfið og þá sérstaklega á dreifikerfi RARIK. Skoðað verður umfang truflana og afleiðingar. Komið verður inn á reynslu RARIK af fjarskiptum á meðan á vinnu stóð og komið inn á hvað mætti betur fara.
Helga Jóhannsdóttir, Rarik

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Ingvar Bjarnason, Nova

Skrá mig