Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Radst

Hádegisverðarfundur

 

Birting gagna með mælaborðum
Hvað ber að hafa í huga og hvernig hafa aðrir gert þetta?

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Hádegismatur
Sætindi og kaffi/te á eftir
 

Skrá mig

Mikil vakning hefur orðið hér á landi um notkun mælaborða til þess að setja fram upplýsingar um fjölþætt málefni á gagnsæjan hátt. Fjölbreytileiki mælaborða hérlendis er orðinn mjög mikill og fyrirtæki og stofnanir mjög hugmyndarík í framsetningu gagna. Hröð þróun hefur verið í þessum efnum og því orðið tímabært að kynna mismunandi leiðir sem farnar hafa verið og taka umræðuna um hvað sé mikilvægt að hafa í huga þegar birta á gögn á netinu. Á viðburðinum munu aðilar sem hafa ríka reynslu af mælaborðum kynna einstaklega vel framsett mælaborð sem þeir hafa haft aðkomu að. Umræðan verður um hvað þeirra reynsla hefur kennt þeim sem gott væri fyrir okkur hin að hafa í huga við gerð mælaborða. Þeir sem hafa áhuga á skýrri framsetningu gagna eru hvattir til að mæta og fræðast um þennan ört vaxandi vettvang til þess að miðla upplýsingum á nýstárlegan hátt.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

Dagskrá í vinnslu

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu

Skrá mig