Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

2020 Stelpur og tækni (Girls in ICT Day) 22. maí

Stelpur og tækni dagurinn (Girls in ICT Day) verður haldinn í sjöunda sinn á Íslandi þann 20. maí næstkomandi. Dagurinn er haldinn víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.


Í ár þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum í samfélaginu og ætlum við því að hafa daginn „online“ í þetta sinn. Það jákvæða við það er að nú getum við boðið öllu landinu að vera með.


Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Við byrjum á sameiginlegri dagskrá sem verður streymt til allra þátttökuskólanna, að henni lokinni verður boðið upp á tvær vinnustofur. Fyrri vinnustofan verður einföld vefsíðuforritun í Wordpress og sú seinni tónlistarforritun í Sonic pi.


Gert er ráð fyrir að dagskráin vari frá kl 9.30 til 12.30 ca.