Kóðar eða kaos?
Ráðstefna um kóðunarkerfi í rafrænni sjúkraskrá
Hótel Nordica 29. september 2005 kl. 13:00 – 16:20
Tilgangur ráðstefnunnar var að kynna mikilvægi og notkun
kóðunarkerfa í rafrænni sjúkraskrá. Á eftir erindunum voru umræður undir
stjórn ráðstefnustjóra.
Ráðstefnan átti erindi til allra sem vinna með rafræna
sjúkraskrá og rafræn heilbrigðisgögn. Fyrirhugað er að fylgja ráðstefnunni
eftir með fundi um SNOMED kóðunarkerfið síðar í haust.
Dagskrá:
13.00 - 13.05 |
Setning |
13.05 - 13.20 |
Hlutverk landlæknisembættisins varðandi kóðunarkerfi í heilbrigðiskerfinu. Guðrún Guðfinnsdóttir, verkefnisstjóri á
heilbrigðistölfræðisviði Landlæknisembættisins. |
13.20 - 14.10 |
Kóðun klínískra gagna – til hvers? Umsjón Ásta Thoroddsen, dósent við Hjúkrunarfræðideild
HÍ og María Heimisdóttir læknir,
formaður nefndar um rafræna sjúkraskrá á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. |
14.10 - 14.50 |
The Unified Medical Language System – (UMLS): NLM´s framing structure for clinical practice end life science. Lael C. Gatewood
PhD, prófessor í lækningarannsóknum og meinafræði við háskólann í
Minnesota og stjórnandi NLM þjálfunar í heilbrigðisupplýsinga- tæknideild
við sama skóla. Hér má sjá lýsingu á fyrirlestri. |
14.50 - 15.10 |
Kaffi |
15.10 - 15.40 |
Notkunardæm i úr heilbrigðiskerfinu. |
15.40 – 16.10 |
Ertu kannski hugsandi yfir öllum skilgreiningunum? Verkefnið NCDE: Nordic Common Data Elements, norræn almenn gagnastök. Lýsigagnasafn fyrir breytur á heilbrigðissviði. Umsjón hafa Guðmundur Örn Jóhannsson nemi í hugbúnaðarverkfræði HÍ, Jóhann Þórsson nemi í tölvunarfræði HÍ, Þóra Jónsdóttir sérfræðingur Krabbameinsmiðstöð Landspítala-Háskólasjúkrahúss, Sigurður Örn Hektorsson læknir Krabbameinsmiðstöð LSH og Helgi Sigurðsson forstöðumaður Krabbameinsmiðstöð LSH. |
16.10 - 16.20 |
Ráðstefnuslit |
Ráðstefnustjóri var Margrét Björnsdóttir deildarstjóri hjá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 9.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 14.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nemendur gegn framvísun skólaskírteinis
er 4.600 kr.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á
sky@sky.is eða hringja í síma 553-2460.
Í undirbúningsnefnd eru: Valgerður Gunnarsdóttir og Ásta
Thoroddsen