Breytt vinnuumhverfi í kjölfar heimsfaraldurs - FRESTAÐ

fyrirlesarar

Á síðustu tæpum þremur árum hafa fyrirtæki og stofnanir þurft að bregðast hratt við breyttum aðstæðum sem þýddi að ný kerfi og ferlar voru innleidd á mettíma. Það er mikilvægt að fara yfir hvað þessi reynsla kenndi okkur og nýta hana til að byggja áfram upp góða innviði þegar kemur að upplýsingatækni. Á þessum viðburði ætla fjórir fyrirlesarar að deila reynslu sinni og verður fókusinn á upplýsingatækni í mennta- og mannauðsmálum.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Aftur til framtíðar - upplýsingatækni í háskólaumhverfi framtíðarinnar
Nú þegar skólastarfið er komið í hefðbundinn búning, hvaða lærdóm og lausnir tökum við þá með okkur inn í framtíðina og hvað ber að varast?
Hvernig tókst starfsfólk HR á við þær takmarkanir sem heimsfaraldur hafði í för með sér og hvernig var hægt að halda kennslu og prófatöku áfram við þær aðstæður? Próf breyttust úr staðarprófum með yfirsetu og dæmatímar færðust yfir í fjarkennslu, hvernig leystum við úr því og hver var helsta áskorunin?

Kristinn Ingvar Pálsson, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík

12:40   Málum þakið þegar sólin skín – Hvernig sterk undirstaða getur staðið af sér jafnvel erfiðustu tíma
Heimsfaraldurinn hafði gífurleg áhrif á allan heiminn og einna mest á ferðaþjónustuna. Landslagið breyttist á svip stundu sem kallaði á miklar breytingar. Í þessu erindi er fjallað um hvernig Íslandshótel tókst á við þær gríðarmiklu áskoranir sem fylgdu heimsfaraldrinum og hvernig það hefur mótað vinnufyrirkomulag, þjálfunaraðferðir og mannauðsmál almennt hjá fyrirtækinu.
Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum

13:00   Þróun kennsluhátta í kjölfar heimsfaraldurs - upplifun og upplýsingatækni í Háskóla Íslands
Meðan á samkomutakmörkunum vegna heimsfaraldursins stóð tókust kennarar við Háskóla Íslands á við áskoranir sem aldrei áður höfðu orðið á vegi þeirra. Við tók tími mikilla breytinga, jafnt á kennsluháttum sem félagslegum samskiptum. Hvernig upplifðu kennarar við Háskóla Íslands þennan tíma? Og hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á kennsluþróun til framtíðar?
Edda Ruth Hlín Waage, kennsluþróunarstjóri Verkfræði- og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

13:20   Hvað hefur Covid kennt okkur í ljósi breytinga? Nálgun á heilsu, vellíðan og geðrækt
Með breytingastjórnun að leiðarljósi þá mun Unnur fjalla um þær áskoranir sem voru í veginum þegar að Covid stóð sem hæst. Efling liðsheildar, mannauðar og hugmyndasköpun á vinnustað og hvernig hægt er að stuðla að betri heilsu í lífi og starfi með tæknina að leiðarljósi. Þú átt aðeins einn líkama og heilsan skiptir okkur öll máli.
Unnur Pálmarsdóttir, deildarstjóri lífstíls- og fræðsluferða, framleiðslu og sérhópa hjá Úrval Útsýn

13:40   Spurningar og umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Rut Vilhjálmsdóttir, fræðslustjóri Strætó

  • 26. apríl 2023
  • FRESTAÐ

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is